Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 113
MÚLAÞING
111
Jóns Jónssonar Thorlacius og Ragnhildar Pétursdóttur (Eggerz), og átti
ég að gæta barnanna og snúast. Sá ég um að þvo gólfin einu sinni í viku
og voru það 4-5 herbergi og þurrka af. Læknirinn lét okkur kiakkana
lesa og skrifa og mig minnir að reikna líka, en frekar var þetta stopult
því oft var læknirinn sóttur í vitjanir.
Var ég á Búlandsnesi í þrjú ár og leið mjög vel þar.
Síðasta veturinn fyrir fermingu gengum við út á Djúpavog í skóla til
kennara sem hét Páll Benjamínsson. Það var oft glatt á hjalla á Búlands-
nesi og leiddist mér aldrei þar. Við krakkarnir lékum okkur oft úti á túni
og uppi á setbergjunum sem eru klettar ofan við bæinn og man ég eftir
einum leikjanna, sem mér þótti sérlega gaman að, og hét hornaskella.
Mér eru sérstaklega minnisstæð ein jólin, en þá átti ég engin ný föt til
að fara í, bara gamlan sparikjól og kveið ég nú að vera í honum um jól-
in. Þessi jól var mamma á ísafirði hjá Halldóri bróður sínum. Rétt fyrir
jól var kona að sauma kjól á telpu sem var á sama reki og ég, og var ég
látin máta hann. Á aðfangadag, þegar ég hafði lokið við að þvo mér og
ætlaði að fara að klæða mig, er komið með handa mér sama kjólinn og
ég hafði mátað áður og mikið varð ég glöð og fannst mér ég aldrei hafa
verið svo fín áður.
Kjóllinn var sniðinn eftir kjól sem stúlka í kaupfélaginu, Rósa Árna-
dóttir, átti að fá.
Á Búlandsnesi bjuggu á undan þeim Ólafi og Ragnhildi þau Mensald-
ur og Guðlaug kona hans. Þau réðu sig í vinnumennsku hjá Ólafi er þau
hættu búskap.
Mensaldur var sagður mjög samhaldssamur, og til marks um það má
nefna, að þegar hann skrapp út á Djúpavog þá faldi hann kaffikönnuna
því Guðlaugu þótti gott að fá sér kaffi. Hún sagði okkur að hún hefði
fundið könnuna og lagað sér gott kaffi og sett könnuna aftur á sinn stað.
Á jólunum borðuðu allir í stofunni nema gömlu hjónin, þau Mensaldur
og Guðlaug, sem ekki vildu með nokkru móti koma inn í stofuna, bara
borða í sínu rúmi í herbergi sínu eins og þau voru vön. Fengum við sæl-
gætispoka um kvöldið. Ólafur útbjó þrjá poka, einn fyrir hvert okkar,
hjartalaga, kramarhús og körfu. Einnig bjó Ólafur læknir til sódavatn
handa okkur, en mér þótti það vont.
Einu sinni fékk ég jólagjöf þarna og var það lítil næla sem í var silfur-
vír, en ég týndi henni í Reykjavík. Það var á páskum og ég var að fara
niður á Laugaveg til Sólveigar systur minnar í mjög góðu veðri. Hefur
nælan verið illa læst og fann ég hana ekki aftur þrátt fyrir að ég leitaði
mjög vel.