Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 58
56
MULAÞING
Mannskaðinn
Blaðið Hænir, sem kom út á Seyðisfirði 26. apríl segir svo:
“Auk þess mikla og óbætanlega missis, sem konur og börn, aldur-
hnignir foreldrar, systkini og annað sifjafólk hefur orðið fyrir, við fráfall
þessara manna, hefur það einnig orðið ómetanlegur mannskaði fyrir
þennan bæ og allan Seyðisfjörð. Þessi mannvænlegi hópur úr sjómanna-
sveit Seyðisfjarðar voru allir saman í blóma lífsins, og á besta aldri.”
Og enn segir blaðið: “Eitthvað 16-17 skippund af saltfiski voru með
bátnum, er því tjónið hræðilegt fyrir eiganda [þ.e. Sigurð, bróður Þórðar
heitins. S.M.], þar sem bæði fiskurinn og báturinn voru óvátryggður,
þegar það bætist ofan á annað, er skaðinn ekkert smáræði.”
Sorg
—,,Grát þögull harmfugl hnípir á húsgafli hverjum."
Jónas Hallgrímsson
„Sjaldan hefur vængur sorgarinnar vofveiflegar lostið íbúa þessa bæj-
ar, en laugardaginn fyrir páska, þegar fregnin um slysið voðalega og
drukknun þessara átta áðurnefndu manna barst hingað í símanum og út
meðal manna.
Hún snerti eins og þruma úr heiðu lofti, og varpaði höggdofa á hugina.
Umhyggjan og undirbúningurinn undir páskahátíðina þokaði úr hug-
anum, og helgiblær harmsins settist í öndvegið.
Hið ytra vottuðu almenna hluttekningu harmatíðindanna flöggin í
hálfa stöng um allan bæinn og á höfninni. Jafnhliða fregninni barst og
það, að fimm lík hinna sjódrukknuðu manna væru fundin, og samstundis
gerð ráðstöfun um flutning þeirra hingað, og skyldi vélbátur Andrésar
Karlssonar kaupmanns á Stöðvarfirði leggja af stað með þau þaðan
klukkan þrjú síðdegis. Eftir að báturinn var lagður af stað fréttist að eitt
lík væri fundið í viðbót. Klukkan langt gengin níu um kvöldið, safnaðist
mikill mannfjöldi, hljóður og dapur, niður á Hjemgaardsbryggju, og inn
úr logndrífunni renndi báturinn með líkin í lestinni, skreyttur þrílitum
ljósum og var eins og þau táknuðu í þetta sinn eitthvað sérstakt og miklu
rneira en ætlað er í siglingarlöggjöfinni - hún var þarna gleymd - líkast
því sem þau væru dýrðskrýddir verndarenglar farmsins, sem innanborðs
var. Skellirnir í vélinni dóu út, smátt og smátt, og báturinn lagðist að
bryggjunni. Þegar búið var að opna lestina söng söngflokkur karla uppi
á byggjunni: “Hærra minn guð til þín,” þrjú erindi, síðan voru líkin flutt