Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 82
80
MULAÞING
irnar gat hún ekki borið án þess að láta í sér heyra, en hún kvartaði ekki
þegar af henni bráði. En hún átti erfiðar stundir eins og allir sem þetta
lesa geta gert sér grein fyrir. Fór það stundum í skapið á henni. Gat
reiðst snögglega og verið þögul dögum saman. Þess á milli blíð og góð.
Á síðasta árinu sem hún lifði, spurði Ragnheiður hana eitt sinn: „Finnst
þér langt það sem þú ert búin að liggja?“ Guðrún þagði litla hríð en
sagði síðan: ,,Það er nú bara svona, Ragnheiður mín, að langt er stutt þá
litið er til baka. Mér finnst þetta ekkert langt.“ Þetta eru fleyg orð að
minni hyggju, orð hins þögla minnihluta er verður undir í lífsbaráttu
þessarar veraldar, sem krefst svo mikils.
Ragnheiður hefur aftur orðið: ,.Hcrbergi ,,frænku“ var í suðvestur-
homi hússins. Á því tveir gluggar. Sneri annar í suður, fram á hlaðið, en
hinn í vestur. ,,Frænka“ sá út um gluggann er gesti bar að garði. Notaði
stundum til þess spegil. Var hann á alllöngu skafti og það léttur, að
hennar krepptu hendur réðu við hann. Rúminu stundum snúið þannig að
hún gæti séð út á túnið, yfir og inn dalinn. En yfirleitt vildi ,,frænka“
snúa baki í birtuna, til þess að sjá sem best til við heklið. Þetta rúm var
það hátt, að ég gat staðið upprétt þegar ég hagræddi ,,frænku.“ Flelgi
bróðir minn smíðaði rúmið og setti undir það tréhjól. Var það til mikilla
þæginda við að færa það.“
Þessi erfiði sjúkdómur Guðrúnar setti visst mark á heimilislífið í
Höskuldsstaðaseli. Hún þurfti ekki síðri umönnun en börnin og hafði
allajafna forgang. Kvalið fólk hefur það sem alkunna er. Ragnheiður
sagði að það ættu engir að takast slíkt á hendur. Það hefði t.d. mikil áhrif
á börn, en misjafnt. Þau væru næmari sálarlega á líðan þessa fólks. Ekki
var þetta sagt í beiskju í garð þessarar gengnu, fötluðu frænku hennar,
heldur hollráð þess er reynt hefur. Ymsar góðar minningar og tengsl
sitja eftir og óvíst, þegar öll kurl eru komin til grafar, að heimilisfólkið í
Höskuldsstaðaseli vildi vera án þessarar lífsreynslu. Seinni árin var
möguleiki á að koma Guðrúnu á sjúkrahús, en hún vildi ekki fara. Ragn-
heiður sagðist ekki hafa viljað láta hana fara nauðuga. Heimir Bjarna-
son, læknir, hafði t.d. eitt sinn útvegað henni pláss á Sjúkrahúsi Seyðis-
fjarðar. Hafði ,,fænka“ samþykkt það í hans eyru, tekið undir að sér
gæti liðið betur þar. En þegar læknirinn er farinn, segir frænka: ,,Ragn-
heiður mín. Þú lætur mig ekki fara. ‘ ‘ Hún hafði dvalið á spítölum, ekki
fundist það nógu gott. Það er líka reyndin, að spítalavist var með nokkru
öðru sniði þá. Allt í strangari skorðum. Lengi vel var það einnig þannig,
einkum fyrst eftir að Marey dó, að Guðrúnu fannst hún hjálpa heilmikið
til með bömin, yrði að vera til staðar.