Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 22
20
MÚLAÞING
nafn á íslandi 1703, og var það þá tíðast í Norður-Múlasýslu. Þaðan er
það hins vegar horfið 1801, ekki eftir á öllu landinu nema tveir og báðir
Sunn-Mýlingar, feðgar á Vattarnesi. Fór svo að Sunn-Mýlingar einir
héldu lífinu í þessu myndarlega nafni langt fram á 19. öld, en þá sýnist
það hafa horfið.
Vera má að Hemingur Nikulásson í Arnkelsgerði í Vallanessókn hafi
síðastur manna borið það.
Jafet er úr hebresku. Svo hét þriðji sonur Nóa. Eitthvað á merking
nafnsins skylt við óskina um vöxt og þroska.
Ekki er með vissu vitað hvenær Jafet verður skímarnafn á íslandi,
einn var uppi 1703, í Arnessýslu. Tveir eru 1801, annar í Húnaþingi,
hinn Sunn-Mýlingur, Jafet Diðriksson, 11 ára piltur í Eskifjarðarkaup-
stað. Síðan fjölgar mönnum þessa nafns nokkuð og em dreifðir um land.
Sjaldnast náðu þeir þó tölunni tíu í aðalmanntölum, en nú eru 14 í þjóð-
skránni. Merkja má sókn nokkurra biblíunafna hin síðari ár, einkum úr
Gatnla testamentinu.
Um Kristborgu og Lukku var fyrr skrifað, en svo var komið 1801, að
Kristborgirnar vom helst í Suður-Múlasýslu og síðar lengi vel allar, sjá
fyrr. Af átta Lukkum 1801 voru sjö í Suður-Múl. og ein í Skaftafellssýslu.
Á 18. öld var í Papey útlendur maður, af þýskum eða hollenskum upp-
runa, Mensalder Raben (Hrafn) og nefndur hinn ríki. Ekki vita menn
með vissu hvað nafn hans hið fyrra merkir, en líklega felur það í sér
“mannlegan styrk”. Þessi maður var ekki verr látinn en svo, að fólk var
heitið eftir honum um suðaustanvert landið, t.d. var Mensalder Raben
Magnússon 12 ára á Skálafelli í Suðursveit 1801, einn síns nafns á land-
inu að vísu, og sömuleiðis var ein Mensaldrína bamung í Papey, Jóns-
dóttir. Hún var komin upp á meginlandið 1845, og síðan voru fram á
okkar öld tvær Mensaldrínur í aðalmanntölum, allar í Suður-Múlasýslu.
Nafnið hverfur svo á fyrri hluta þessarar aldar.
Nú kemur ofurlítið örðugt nafn að skýra: Munnveig (tæplega gæti það
átt að vera *Munveig). Nær lagi væri að hugsa sér að Munnveig væri
orðið til úr *Mundveig, enda er nafnliðurinn rnund harla algengur. Nefna
má úr gamalli norsku kvenheitið Mundgerður og veiku myndina Mund-
gerða.
Árið 1703 voru tvær Munnveigar á íslandi, báðar í Skaftafellssýslu, en
1801 er nafnið horfið þaðan upp í Suður-Múlasýslu: Munnveig Björns-
dóttir 59 ára Berufirði og Munnveig Magnúsdóttir 29 ára Skálateig neðri
í Skorrastaðarsókn í Norðfirði. Árið 1845 eru þær orðnar fjórar og allar í
Skorrastaðarsókn. Hélst svo svipað fram eftir öldinni, nema hvað ein