Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 31
MULAÞING
29
landinu: Malína Sigurðardóttir, 15 ára, Eyjólfsstöðum á Völlum, borin
alíslenskum foreldrum. Tíu árum seinna eru þær orðnar sex og helming-
ur þeirra í Suður-Múlasýslu. Arið 1910 er talan óbreytt, en þá er jafnan
farið að skrá nafnið endingarlaust. Færðist það nú frá Austurlandi mikið
til og vestur um Norðurland, allt í Eyjafjörð. Því hefur ekki vegnað vel á
þessari öld. I þjóðskrá 1989 eru aðeins sjö, og meiri hluti þeirra heitir
svo síðara nafni.
Danir höfðu snemma búið til gerðina Morten af því karlheiti sem okk-
ur var títt að hafa Marteinn. Það er lagað til eftir okkar lagi úr lat.
Martinus=hermaður.
Þegar svo til var orðið karlmannsnafnið Morten, mátti ganga að því
vísu á 19.öld, að samsvarandi kvenheiti væri af því dregið: Mortine á
dönsku, aðeins hagrætt í Mortína á máli okkar. Ekki á það sér langa
sögu. Arið 1845 er ein íslensk stúlka svonefnd: “Elsa M[ortine] Tveda-
dóttir”, fimm ára Djúpavogi, og var móðir hennar fædd í Danmörku. I
manntalinu 1855 lætur Sigurður Hansen prenta þetta Mortína. Ekkert
dæmi finnst þess að hún hafi eignast nöfnu hér á landi.
Nikódemus er grískt biblíunafn sem tyllti hér tánum á 19. öld eins og
mörg önnur slík. Nike var sigurgyðja Grikkja og démos var lýðurinn, svo
sem við þekkjum best úr demokrati=lýðstjórn, lýðræði. Nikódemus hefur
verið þýtt “sigurvegari þjóða”. Sömu merkingar er Nikulás.
Mér sýnist að fyrstur Nikódemus á íslandi hafi verið Nikódemus Ein-
arsson er var fertugur vinnumaður á Skálateigi í Norðfirði 1845. Þá var
aðeins einn annar íslendingur þessa nafns, barnungur Skagfirðingur, og
hét bæði Nikódemus og Nikulás. Þessir tveir hinir sömu voru enn einir
íslendinga með þessu nafni 1855. En síðan finnast ekki dæmi Nikó-
demusar í aðalmanntölum eða skírnarskrám. Nafnið er fyrir nokkru
horfið úr þjóðskrá.
Eins og til voru nöfnin Úlfur og Úlfar, svo voru einnig til nafnbrigðin
Ormur og Ormar. I lærðum bókum er talið að fornir menn hafi búið til
nafnið *Ormharr og hafi síðari hlutinn átt að tákna hermennsku eða
höfðingdóm, sem ósjaldan fór saman. Hin gamla nafnmynd breyttist
ekki í “Ormharður”, svo sem allir vita, heldur í Ormarr sem seinna varð
svo Ormar. Einstaka maður nú á dögum er að bisast við þá forneskju að
skrifa nafnið með tveimur r-um. Ekki þykir ríkari ástæða til þess en að
breyta Einar í “Einarr”.
Tveir menn með Ormars-nafni eru í Landnámu, og við skulum gera
ráð fyrir að við svonefndan mann séu kenndir Ormarsstaðir í Fellum.
Ormar var rímnahetja. Einna helst var lífsmark með nafninu austanlands