Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 18
16
MÚLAÞING
íbúar Suður-Múlasýslu náðu ekki alveg tveimur þúsundum 1801, og
nöfn íslendinga þar voru 204, nokkru fleiri meðal karla en kvenna, svo
sem þá var enn títt, en snerist við þegar fram liðu stundir. Meginbreyt-
ingin, sem verður á nöfnum Sunn-Mýlinga 1703-1801, er sókn nafna í
fi-flokki, einkum að tölunni til, en síðar á nítjándu öld kom til að það
fólk varð æ fleira sem bar Zi-flokksnöfn.
Árið 1801 er þetta allt í hófi, karlanöfn í fi-flokki 22.2% og kvenna-
nöfn 19.8%. Meðal karla höfðu þessi bæst við, frá því er talið var 1703:
Andrés (gr.), Anton (lat.), Daníel (hebr.), Davíð (hebr.), Hannes
(hebr.), Jafet (hebr.), Jóakim (hebr.), Jósef (hcbr.), Kristján (gr.), Níels
(gr.) og Rustíkus (lat.). Aftur á móti var nú enginn Alexandur.
Meðal kvenna höfðu komið í hópinn: Agnes (gr.), Bóletta (bl.), Jó-
hanna (hebr.), Kristrún (bl.), Lísibet (hebr.), María (hebr.), Mensaldrína
(bl.) og Rósa (lat.). Horfnar voru aftur á móti Marín og Rakel.
Þá er að sjá algengustu nöfn Sunn-Mýlinga 1801:
A. Konur: B. Karlar:
1. Guðrún 134 1. Jón 170
2. Sigríður 76 2.-3. Árni 48
3. Ingibjörg 50 2.-3. Sigurður 48
4. Kristín 48 4. Guðmundur 37
5. Margrét 47 5. Eiríkur 32
6. Guðný 42 6. Einar 29
7. Þórunn 32 7.-8. Bjarni 28
8. Þorbjörg 25 7.-8. Þorsteinn 28
9. Þuríður 24 9. Bjöm 23
10. Vilborg 23 10. Magnús 22
11. Ólöf 22 11.-12. Eyjólfur 17
12.-13. Guðlaug 21 11.-12. Ólafur 17
12.-13. Katrín 21 13. Sveinn 16
14. Sesselja 19 14.-16. Gísli 15
15.-16. Ragnhildur 16 14.-16. Stefán 15
15.-16. Steinunn 16 14.-16. Þórður 15
17. Oddný 15
Sjáum svo til samanburðar landið allt:
A. Konur: B. Karlar:
1. Guðrún 4460 1. Jón 4560
2. Sigríður 1965 2. Guðmundur 1409
3. Margrét 1282 3. Sigurður 1003