Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 90
88
MULAÞING
Hér naut hann samvistar við sístækkandi fjölskyldu og velvildar og
virðingar hreppsbúa og annarra samferðamanna. En Stöðvarsókn var lít-
il, kirkjan hlunnindasnauð og þar urðu prestar ekki loðnir um lófana.
Árið 1915 voru 273 sálir í sókninni og 37 heimili, mun fámennara en
Svalbarðssókn. Sóknin markaðist af Hafnamesi að austan, Fáskrúðs-
fjarðarmegin, og af Kömbum að sunnan, Breiðdalsmegin.
Á þessum dögum var starf sveitaprestsins ærið erilsamt en skilyrði
voru þó betri hér en fyrir norðan. Tíðarfar var að gjörbreytast til hins
betra, fiskgengd mjög mikil á grunnmiðum fyrir Austurlandi, sauða-
verslun við Englendinga gaf gull í mund og verslun hófst á Stöðvarfirði
nokkru fyrir aldamót. Um skeið höfðu Stöðfirðingar einkum sótt verslun
til Búða í Fáskrúðsfirði. Þeir fengu líka varning að sunnan með strand-
ferðaskipum. Eg sé fyrir mér heimilisfólk í Stöð vera á þönum til að-
drátta fyrir heimilið. Bústörf voru hin sömu og á Svalbarði og afla þurfti
eldsneytis með því að taka svörð, hreykja sauðataði, höggva skóg, sem
var þó nokkur í Stöð, og kaupa kol sem þekktust varla á öðrum bæjum
hér í firðinum. Afar fróðlega skýrslu um heimilishætti í Stöð hefur Anna
Sigurðardóttir tekið saman en haft eftir tengdamóður sinni, Guðríði
Guttormsdóttur frá Óseyri. Fljótlega bættist við uppbygging staðarhúsa.
Þegar nýi bærinn var kominn upp varð sóknarprestinum að orði:
Mér líkar þetta miklu betur,
það meig og lak í fyrravetur.
Undruðust bæði Páll og Pétur
prestsins auma lekasetur.
(Þessari vísu var sleppt því að hún kom fram í máli Þórólfs í kirkju-
garðinum.)
Verslun byrjaði hér í firðinum fyrir og um aldamótin þegar Karl Stef-
ánsson, verslunar- og útgerðarmaður á Fáskrúðsfirði, og Þorsteinn Mýr-
mann, síðar tengdasonur afa, hófu verslunarrekstur á Stöðvarfirði, Karl í
Karlshúsi og Þorsteinn í Þorsteinshúsi. Þá styttist leiðin í kaupstað. Um
hálftíma reið var úr Stöð og út í þorp og sjóleiðin einnig opin.
Þrír vinnumenn og þrjár vinnukonur voru að jafnaði í Stöð á fyrri
árum afa þar. Á íslenskum heimilum þurfti auk búverka að framleiða
allflest sem neytt var og notað á heimilinu. Afi hefur ætlað eftirlætissyni
sínum Vigfúsi sess á staðnum því að árið 1905, þegar Vigfús, hafði fest
ráð sitt, fóru þeir feðgar að búa á jörðinni hvor fyrir sig. Hjá prestshjón-
unum voru bömin Sigríður og Benedikt en hjá Vigfúsi og konu hans