Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 124
122
MÚLAÞING
því að þar var sími og ætlaði ég að fá upplýsingar um mömmu. Helga í
Selnesi bauð mér inn og drakk ég kaffi hjá henni og man ég eftir því að
hún var að gera sauðskinnsskó. Var ég Helgu þakklát fyrir að hún var
ekki með neinar spurningar um mitt ferðalag, hef ég sjálfsagt verið orðin
þreytt á þeim.
Þegar ég kom upp í Þverhamar aftur var mamma komin og mikið var
ég nú fegin að sjá hana. Það var orðið mjög framorðið, en við lögðum
þó af stað og þegar við komum á aurana við Heydali, en þar voru kross-
götur, var mamma ekki örugg um hvaða leið skyldi halda. Fórum við
heim að prestssetrinu og bönkuðum upp á. Kom maður út í glugga og
var það Björgúlfur Guðnason, sem síðar varð kennari, og spyr mamma
hann hvort við getum fengið gistingu. Hann fór til að spyrja séra Pétur
um það og var það auðfengið og sváfum við í gestaherberginu, en þar
var sagt að væri mikill reimleiki, en við urðum ekki varar við neitt.
Morguninn eftir fórum við í Dísastaði, en þar bjuggu þá Sigurður
Þórðarson og Valgerður hálfsystir mín, og var okkur tekið þar opnum
örmum. Daginn eftir fórum við suður í Karlsstaði þar sem mamma mín
bjó með bræðrunr mínum því þeir höfðu keypt Karlsstaðina.
Ég er svo hjá þeim á Karlsstöðum um veturinn nema hvað ég var um
mánaðartíma á Geithellum, því þá bjó Guðmundur bróðir minn þar og
fékk hann mig til að kenna börnunum þar.
Þennan vetur 1917 var óskaplega kalt, enda var hann kallaður frosta-
vetur.1’ Laugardag fyrir páska var svo fagurt veður sem hugsast gat og
segir Þorbjörn bróðir minn við okkur mömmu að hann sé nú ekkert að
hýsa féð fyrst veðrið sé svona gott. Fer hann út en kemur svo inn rétt
strax og segir: “Ég á nú allt mitt eftir þó ég gangi féð saman og hýsi
það.”
Á páskadagsmorgun þegar við vöknum er kominn blind-þreifandi-byl-
ur og var það nú meiri lukkan að hafa komið fénu í hús kvöldið áður.
Sennilega hefði það allt hrakist niður hamrana og farist því það var á
beit uppi í fjallinu.
Fyrir páska átti mamma ekkert hveiti, en hún bakaði kleinur úr maís-
mjöli því hún átti líka sykur. Kleinurnar urðu stökkar eins og smákökur,
en fólk varð að hafa einhver ráð.
11 Hér misminnir Guðlaugu. Frostaveturinn var 1918. Hófust frostin fyrir alvöru 5. janúar
og stóðu til 22. sama mánaðar (um 17 daga). En allur veturinn var kaldur og vorið
sömuleiðis. Páskabylurinn geisaði aftur á móti 1917, og segir Ingimar Sveinsson frá
honum annars staðar í þessu hefti. -A.H.