Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Blaðsíða 94
92
MÚLAÞING
Passíusálmar voru lesnir á föstunni og Pálína Þorsteinsdóttir, sem alin
var að nokkru upp í Stöð, var látin lesa þá frá 9 ára aldri til fermingar.
Jafnan voru kvöldvökur á vetrum. Lesið var úr flestu prentuðu máli
sem barst á heimilið: tímaritunum Andvara, Oðni, Dýravininum og
Kvöldvökum, vikublöðunum Isafold, Þjóðólfi og Fjallkonunni, en þau
komu reglulega. Af bókum má nefna Islendingasögur, marglesnar, Sög-
ur Torfhildar Hólm, Sögur herlæknisins í þýðingu Matthíasar, Manna-
mun eftir Jón Mýrdal og Eirík Hansson eftir Jóhann Magnús Bjarnason
svo og leikritin Nýársnóttina og Rómeó og Júlíu. A kvöldvökum voru
ættjarðarlög sungin.
I dagbókum minnist afi oft á greinar sem blöðin hafi flutt sér. Hann
fagnar margri nýrri hugsun og hverri dáð sem vísindin efla og hverri
nýjung sem þau flytja mannkyni til heilla. En hann óar við hrellingum í
hörðum heimi og vopnaskak bannsyngur hann. Hann les stjórnmála-
greinar, en mun ekki hafa fylgt sjálfstæðisstefnu vinar síns, Björns Jóns-
sonar ritstjóra og ráðherra. Hann segir frá bókum sem hafi fangað sig,
náttúrufræðiritum Þorvalds Thoroddsens og leikritum Jóhanns Sigur-
jónssonar, svo eitthvað sé nefnt. Afi var allgott skáld. Eftir þeim ljóðum
að dæma sem ég hef séð orti hann mest tækifærisljóð í tilefni afmælis,
skímar, brúðkaups, hátíðar, áramóta o.fl.
Kvæðið um Gutta, Guttorm Þorsteinsson í Löndum byrjar svona:
Nú leikur sveinn með listihag
tvö ljós hann ber í höndum
svo sjötta ársins sólarlag
hann sér á vesturströndum,
og önnur sól með unaðsbrag
á austurheims skín röndum.
Þér gefi drottinn glaðan dag
minn góði nafni í Löndum.
Eftir umræður sveitarstjórnarmanna um bamafræðslu þar sem ýmsum
fannst óþarft að halda uppi kennara, enda óvíst að hann vissi meira en
aðrir þar í sveit, orti afi kímilega:
Barnakennarinn barn er sjálfur,
barnakennarinn mesti er álfur
barnakennarann biðjum heitt
bömum að kenna ekki neitt.