Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 113

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Síða 113
MÚLAÞING 111 Jóns Jónssonar Thorlacius og Ragnhildar Pétursdóttur (Eggerz), og átti ég að gæta barnanna og snúast. Sá ég um að þvo gólfin einu sinni í viku og voru það 4-5 herbergi og þurrka af. Læknirinn lét okkur kiakkana lesa og skrifa og mig minnir að reikna líka, en frekar var þetta stopult því oft var læknirinn sóttur í vitjanir. Var ég á Búlandsnesi í þrjú ár og leið mjög vel þar. Síðasta veturinn fyrir fermingu gengum við út á Djúpavog í skóla til kennara sem hét Páll Benjamínsson. Það var oft glatt á hjalla á Búlands- nesi og leiddist mér aldrei þar. Við krakkarnir lékum okkur oft úti á túni og uppi á setbergjunum sem eru klettar ofan við bæinn og man ég eftir einum leikjanna, sem mér þótti sérlega gaman að, og hét hornaskella. Mér eru sérstaklega minnisstæð ein jólin, en þá átti ég engin ný föt til að fara í, bara gamlan sparikjól og kveið ég nú að vera í honum um jól- in. Þessi jól var mamma á ísafirði hjá Halldóri bróður sínum. Rétt fyrir jól var kona að sauma kjól á telpu sem var á sama reki og ég, og var ég látin máta hann. Á aðfangadag, þegar ég hafði lokið við að þvo mér og ætlaði að fara að klæða mig, er komið með handa mér sama kjólinn og ég hafði mátað áður og mikið varð ég glöð og fannst mér ég aldrei hafa verið svo fín áður. Kjóllinn var sniðinn eftir kjól sem stúlka í kaupfélaginu, Rósa Árna- dóttir, átti að fá. Á Búlandsnesi bjuggu á undan þeim Ólafi og Ragnhildi þau Mensald- ur og Guðlaug kona hans. Þau réðu sig í vinnumennsku hjá Ólafi er þau hættu búskap. Mensaldur var sagður mjög samhaldssamur, og til marks um það má nefna, að þegar hann skrapp út á Djúpavog þá faldi hann kaffikönnuna því Guðlaugu þótti gott að fá sér kaffi. Hún sagði okkur að hún hefði fundið könnuna og lagað sér gott kaffi og sett könnuna aftur á sinn stað. Á jólunum borðuðu allir í stofunni nema gömlu hjónin, þau Mensaldur og Guðlaug, sem ekki vildu með nokkru móti koma inn í stofuna, bara borða í sínu rúmi í herbergi sínu eins og þau voru vön. Fengum við sæl- gætispoka um kvöldið. Ólafur útbjó þrjá poka, einn fyrir hvert okkar, hjartalaga, kramarhús og körfu. Einnig bjó Ólafur læknir til sódavatn handa okkur, en mér þótti það vont. Einu sinni fékk ég jólagjöf þarna og var það lítil næla sem í var silfur- vír, en ég týndi henni í Reykjavík. Það var á páskum og ég var að fara niður á Laugaveg til Sólveigar systur minnar í mjög góðu veðri. Hefur nælan verið illa læst og fann ég hana ekki aftur þrátt fyrir að ég leitaði mjög vel.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.