Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 195

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Page 195
MÚLAÞING 193 hafin leit að henni og næsta morgun fóru allir karlmennirnir að leita en fundu hana hvergi. Farið var til bæja í Alftafirði en hún hafði hvergi komið þar. Svipast var um og leitað næstu daga en án árangurs. Þann 17. ágúst fór Sigfús út á Djúpavog og hélt út Múladal austan Geithellnaár, sem rennur fram dalinn. Norðan ár var býli, sem hét Þormóðshvammur en var þá komið í eyði. Búið var að rífa þar öll hús, nema einn kofi var uppistandandi, rétt þar sem bæjarhúsin höfðu staðið. Sigfús reið fram Múladalinn og er hann kom á móts við Þormóðshvamm veitti hann því athygli að kofinn stóð opinn, minnti þó að hann ætti að vera lokaður. Sigfús sinnti því þó ekki frekar en hélt áfram ferð sinni til Djúpavogs. Á þriðja degi kom Sigfús til baka og er hann fór framhjá Þormóðs- hvammi, sá hann að kofinn var lokaður. Þetta þótti honum mjög grun- samlegt og ákvað að athuga það nánar. Honum brá ónotalega, þegar hann leit inn. Auðbjörg lá á gólfinu og virtist Sigfúsi hún vera með lífs- marki. Fannst honum hún aðeins depla augum og sannfærður var hann um að hún hefði þekkt sig. Því brá hann við og reið hratt út í Kambsel en það er alllöng leið, rúmir 8 km. Þá bjó þar Jón Árnason, hálfbróðir Sigfúsar. Jón brá við, safnaði mönnum til að ná í Auðbjörgu en Sigfús hraðaði sér aftur inn í Þormóðshvamm með næringu handa henni. En það var of seint, því hún var dáin er Sigfús kom þangað aftur. Álitið var að Auðbjörg hefði verið í kofanum, er Sigfús fór úthjá á leið sinni fram dalinn og að e.t.v. hefði verið hægt að bjarga henni, ef Sigfús hefði þá litið inn í kofann. En fólkinu í Víðidal fjölgaði óðum og munu hafa verið þar um 10 manns í mörg ár, flest 11 um áramótin 1893-1894. Þurfti því mikinn mat handa svona mörgu fólki og ekki var hlaupið fyrirvaralaust í kaupstað, ef eitthvað vantaði. Löng var leiðin yfir fjöll og firnindi. Þeir feðgar birgðu sig jafnan vel upp að haustinu. Jón fór þó venjulega í kaupstað fyrir jól ef færð og veður var hagstætt. Oft kom hann líka um miðjan vetur til byggða, oftast til að láta vita af fjölskyldunni og skrapp þá í kaupstað á Djúpavogi um leið. Á þessum árum bjuggu í Markúsarseli í Flugustaðadal hjónin Guðmundur Einarsson og Kristín Jónsdóttir. Þaðan var stysta leiðin milli bæja til Víðidals og auðrötuð fyrir kunnuga. Víði- dalsfólk var mikið vinafólk þeirra í Markúsarseli. Guðmundur Einarsson varð gamall maður en missti sjón rúmlega sextugur, mjög fróður og stálminnugur. Hann sagði oft sögur af þeim Víðidalsfeðgum, hafði sum- ar eftir Kristínu konu sinni, t.d. þessa: Það var haust eitt, seinnipart dags, er Guðmundur var farinn í kaupstað með nokkrar kindur, að kvatt var dyra í Markúsarseli. Voru þar komnir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.