Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 32

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1993, Side 32
30 MÚLAÞING á öldum fyrr, og Gunnar Gunnarsson gerði sitt til að vekja það af svefni með Ormari Örlygssyni í Sögu Borgarættarinnar. I Sturlungu er enginn Ormar nefndur, en í manntalinu 1703 reyndust vera tveir á landinu öllu, annar í Norður-Múlasýslu, hinn í Skaftafellssýslu. Arið 1801 var nafnið ekki til, en 1845 skrást tveir, báðir Austfirðingar: Ormar Eiríksson vinnumaður í Höfn í Borgarfirði, 43 ára, og í suðursýslunni Ormar Sveinsson í Sauðhaga á Völlum, níu ára, bóndasonur skírður eftir föður- föður sínum. Síðan bættist annar Sunn-Mýlingur við, en ekki sést nafn hans í manntalsskrá Sigurðar Hansens 1855. En svo versnaði, og enginn íslendingur hét Ormar 1910. Árin 1921-50 hlutu 12 sveinar Ormars- nafn og í þjóðskrá 1989 eru þeir 14, og skiptist þar jafnt milli fyrra og síðara nafns. Siggeir er fornnorrænt hermanns eða kappaheiti. Eg sé fyrir mér sigur- sælan höfðingja, vopnaðan góðu spjóti. Merkilegt er að nafnið var sjald- gæft. Miklu frægastur úr fornum bókum er Siggeir í Völsungasögu. Hann var að vísu vondur maður. Enginn Siggeir er í Landnámu, enginn í Sturlungu, né heldur í manntölunum 1703 og 1801. Þetta er varla ein- leikið. En svo tekur landið loks að rísa, og það austanlands. Árið 1845 heita þrír menn Siggeir. Elstur þeirra er Siggeir Pálsson, þrítugur bóndi í Dölum í Fáskrúðsfirði, næstur að aldri Siggeir Friðfinnsson léttapiltur á Rauðshólum í Vopnafirði, 15 ára, og síðan er bamungur drengur vestur á Kóngsbakka í Helgafellssveit. Þar með er nafninu borgið, fjölgar í 12 á tíu næstu árum og síðan hægt og bítandi. I þjóðskrá 1989 eru 37, og heyrir til undantekninga, ef Siggeir er ekki einnefni. Og þá kemur hið stórmyndarlega nafn Siggerður. Nú mætti ætla að það væri fornt (=sigursæl verndarvættur) en þessu er víst ekki að heilsa. Engar heimildir eru til um nafnið fyrr en á 19. öld, og virðist hafa verið smíðað í Suður-Múlasýslu. Árið 1845 er Siggerður Jónsdóttir þriggja ára mær, bóndadóttir á Vattarnesi í Fáskrúðsfirði. Ekki verður í fljótu bragði fundin skýring á tilkomu nafnsins, sé litið á nánustu skyldmenni hennar, nema þá að móðir hennar hét Valgerður, og má svo sem segja að merk- ing nafnanna sé áþekk, og svo hrynjandi hin sama. Tíu árum seinna voru Siggerðar í Suður-Múlasýslu orðnar tvær, og árið 1910 voru sjö á öllu landinu, fimm þeirra fæddar í Suður-Múl. Nú eru í þjóðskránni að minnsta kosti 13. Ekki eru þær fleiri austanlands en annarstaðar. Nafnið Sœbjörg var lengi nær því einskorðað við landið austan- og suðaustanvert. Menn hafa heilmikið velt fyrir sér uppruna þess og tilurð. Kemur það til af því, að um það eru engar fornar heimildir, en varð hreint ekki óalgengt snemma, bæði í Noregi og á Islandi. Ekki verða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.