Þjóðmál - 01.06.2010, Side 45

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 45
 Þjóðmál SUmAR 2010 43 nefnd hyggst meta hvaða stofn un eða hvaða aðilar hafi átt að sinna hvaða verkefni, og hvernig þeim hafi farist það úr hendi . Ég vænti upplýsinga nefndarinnar um hvort við störf hennar hafi komið til þess að nefnd ar­ maðurinn hafi vikið sæti vegna ein hverra þeirra málefna sem tengjast umræddum vinnu stað tengdadóttur hans og hver þau þá eru . Vænti ég raunar staðfestingar þess af hálfu nefnd arinnar að umræddur nefndarmaður hafi á engan hátt komið að áliti nefndarinnar á fram göngu starfsmanna fjármálaeftirlitsins eða ann arra stofnana á svipuðu sviði . Af öðrum ástæð um vænti ég þess að nefndarmaðurinn hafi hvort eð er ekki komið að því gefa álit á mínum störfum . Viðurkennt er í íslenskum rétti að við mat á því hvaða hæfisreglur skuli gera til starfsmanna á stjórnsýslustigi þá hafi tegund og staða stjórn­ valdsins í stjórnsýslukerfinu þýðingu við þá afmörkun . „Þannig hefur verið lagt til grund­ vallar að gerðar séu strangastar hæfiskröfur til starfs manna þeirra stjórnvalda sem líkjast hvað mest dómstólum að skipulagi og starfsháttum .”6 Þá hefur lengi verið viðurkennt að réttmætt og eðlilegt sé að hæfisskilyrði séu strangari þegar um matskenndar ákvarðanir sé að ræða . Segir á góðum stað að þetta sjónarmið sé í fullu gildi enda séu hæfisreglurnar „brjóstvörn hinna almennu efnisreglna“ .7 Þá þykir jafnan eðlilegt að gera því ríkari hæfiskröfur sem hagsmunirnir, sem fjallað er um, eru meiri .8 Í íslenskum stjórnsýslurétti hefur einnnig þótt óhætt að „slá því föstu“, að sé í lögum mælt fyrir um að stjórnvald sé sjálfstætt eða óháð, þá kalli það á strangari hæfisreglur starfsmanna þeirra en annarra stjórnvalda .9 Hér er ekki á ferð hefðbundin stjórn sýslu­ nefnd að fjalla um hefðbundið úrlausn arefni á stjórnsýslustigi sem aðilar geta svo leitað endur skoðunar á fyrir dómi . Nefndin er sér­ stök rannsóknarnefnd, sett á fót í ofboði eftir þrot viðskiptabankanna þriggja, og nefnd­ ar mönn um sérstaklega uppálagt að finna nú sök einstaklinga í opinberum störfum á 6 Páll Hreinsson, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, bls . 493 . 7 Páll Hreinsson, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, bls . 491 . 8 Páll Hreinsson, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, bls . 491 . 9 Páll Hreinsson, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, bls . 741 . þessu þroti einkafyrirtækjanna . Nefndinni eru færðar einstakar lagaheimildir og staða hennar er einstök . Samkvæmt 4 . mgr . 2 . gr . laga nr . 142/2008 er nefndin algerlega sjálfstæð í störf­ um sínum og þarf ekki að fara að nokkrum fyrir­ mælum . Í greininni er sérstaklega tekið fram að fyrirmæli frá Alþingi séu ekki undanskilin . Nefndin getur sjálf ráðið sér starfsmenn og er sérstaklega tekið fram í 2 . mgr . 4 . gr . laganna að við það þurfi nefndin ekki að fylgja 7 . gr . laga nr . 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins . Nefndinni er samkvæmt 4 . mgr . 4 . gr . laga um nefndina heimilað að birta opinberlega upplýsingar, sem í raun eru háðar þagnarskyldu, „ef nefndin telur það nauðsynlegt“ . Samkvæmt 5 . gr . laga um nefndina tekur hún sjálf ákvörðun um hvernig haga skuli nefndarstarfinu og þar á meðal um afmörkun rannsóknarefnisins . Nefnd inni er heimilt að gera leit, eftir atvikum með aðstoð lögreglu, í hvaða húsum sem er, og skal um leit og hald fara eftir ákvæðum laga nr . 88/2008 um meðferð sakamála . Samkvæmt 1 . mgr . 6 . gr . laga um nefndina er sérhverjum, jafnt einstaklingum, stofnunum og lögaðilum, skylt að verða við kröfum nefndarinnar um að láta í té upplýsingar, gögn og skýringar sem hún fer fram á . Er tekið fram, að þar sé meðal annars átt við skýrslur, skrár, minnisblöð, bókanir, samn inga og önnur gögn sem nefndin vill fá . Virðast því engin takmörk sett hvað nefndinni er heimilað að heimta af bæði borgurum og lögaðilum í landinu . Þá er tekið fram í 3 . mgr . 6 . gr . laganna að skylt sé að veita allar upplýsingar þótt þær séu háðar reglum um þagnarskyldu og er tekið fram að engu máli skipti þó þær varði „öryggi ríkisins“, fundargerðir ríkisstjórnar eða heyri undir sérstakar reglur um utanríkismál . Allt víkur, ef nefndarmenn fara fram á afhendingu . Nefndinni er heimilt að kalla hvern einasta borgara fyrir sig og er honum þá skylt að mæta . Þá varðar það allt að tveggja ára fang elsi að neita að veita nefndinni upplýsingar eða veita henni rangar . Athyglisvert er einnig að 2 . mgr . 11 . gr . laga um nefndina hefur að geyma undantekningarákvæði, sambærilegt við ákvæði 118 . gr . laga nr . 88/2008 um meðferð sakamála, en það ákvæði er í XVIII . kafla síðarnefndra laga, sem fjallar um réttindi og skyldur vitnis
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.