Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 63

Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 63
 Þjóðmál SUmAR 2010 61 Ennfremur segir nefndin að fulltrúar Eng­ lands banka hafi talið að innlánsfé frá Bret landi fjármagnaði hraðan vöxt útlána á Íslandi . Því hefði bankastjórn Seðlabankans átt að ganga eftir glöggum upplýsingum um það atriði til að koma á framfæri við Englandsbanka ef þær voru ekki í samræmi við þau orð sem látin voru falla á fundinum . Eftir fundinn í mars­ byrjun 2008 voru skipulögð nánari sam skipti milli seðlabankanna tveggja til að miðla upp­ lýsingum . Í því skyni voru tilnefndir sér stakir tengiliðir frá hvorum banka fyrir sig, af hálfu Seðlabanka Íslands þeir Ingimundur Frið­ riks son og Tryggvi Pálsson . Þá þegar hafði upp lýs inga svið bankans aflað upplýsinga um innlán í útibúum erlendis, fyrst óformlega við undirbúning breytinga bindiskyldureglna og síðan sem hluta af reglubundinni upplýsinga­ söfnun, eins og nefndin greinir frá í fyrstu máls grein þessa töluliðar . Eins og Ingimundur skýrir frá í sínu svari til Rannsóknarnefndar varð ekki vart við það að fulltrúar Englandsbanka hefðu endurtekið að innlán sem safnað væri í Bretlandi væru meira og minna notuð til þess að fjármagna hraðan vöxt útlána á Íslandi . Þeirra áhyggjuefni sneri ugglaust fyrst og fremst að því að hugsanlega yrði mikið tekið út af innlánsreikningum bankanna . Það að erlent fé kunni að hafa staðið bak við útlán á Íslandi var í sjálfu sér ekki fréttnæmt fyrir fulltrúa Seðlabanka Íslands . Það hefur lengi verið ljóst að íslenskir bankar hafa notað erlent fé meðal annars til þess að veita lán hér á landi . Þetta hafa reikningar bankanna og skýrslur Seðlabankans borið með sér . Erlenda féð fékkst til dæmis með beinum lántökum, skuldabréfaútgáfum og í seinni tíð með öflun innlána erlendis . Fulltrúar Landsbankans upplýstu Seðlabanka Íslands um það að vegna söfnunar innlána erlendis þyrfti bankinn ekki að leita á erlenda lánamarkaði eins og fyrr, en þeir voru sem kunnugt er meira eða minna lokaðir . Mátti því ætla að innlánsféð nýttist ekki síst til að standa straum af endurgreiðslum erlendra lána sem fyrr hafði verið aflað . Eins og vikið er að í 2 . mgr . þessa töluliðar í bréfi Rannsóknarnefndar var það eftir mitt ár 2008 sem bankastjórn Seðlabankans skynjaði að erlenda innlánsféð kynni að einhverju leyti að hafa verið flutt til Íslands . Í þeirri andrá var flutningur Icesave innlána í dótturfélag til umræðu og áhyggjur vöknuðu af því að Landsbankinn hafði þá ekki hafið undirbúning að því, sbr . 3 . tölulið . Varðandi ráðstöfun fjár sem bankar taka við skiptir máli hvort það er notað til að styrkja lausafjárstöðu eða varið á þann hátt að ætla mætti að það skilaði hlutaðeigandi banka tekjum eða lækkaði kostnað . Sú upplýsingaöfl­ un sem nefndin fjallar um í þessum lið hefði ekki varpað neinu ljósi á það atriði . Við þetta er því að bæta að Sigurjón Árnason bankastjóri hafði ítrekað lýst yfir því við banka­ stjórnina að Landsbanki Íslands væri ekki „að uppstreama“ innstæður sem söfnuðust í Bretlandi (flytja til Íslands þær innstæður sem söfnuðust) . Þetta var og meginröksemd Lands­ bankans fyrir þeirri ósk að evrópskar reglur um bindiskyldu giltu um innlán þar, því þau væru ekki flutt til Íslands og hefðu því ekki verðbólgu­ og þensluverkandi áhrif hér á landi . Vera má að þessar yfirlýsingar hafi staðist fram­ an af en erfiðara er að henda á því reiður eftir að hagur Landsbankans þrengdist, og einkum eftir að skorður voru settar á lántökur íslensku bankanna hjá Seðlabanka Evrópu í gegnum Lúxemborg . Að lögum varð Seðlabankinn að treysta upplýsingum bankakerfisins, sem Fjár­ mála eftirlitið, sem gat að vild gert athuganir á með því að fara sjálft á vettvang, vefengdi ekki . Hafa verður í huga að söfnun upplýsinga, svo æskileg sem hún er, gefur sjaldnast skýra mynd af því sem er að gerast í „núinu“, því að reynslan sýnir að töluverðar tímatafir eru á slíkri upplýsingagjöf og mikill viðbótartími sem fer í að sannreyna slíkar upplýsingar . „Hugleið­ ingar“ nefndarinnar um að sundurgreindari söfn un upplýsinga sem hefði hafist fyrr hefði haft einhver heillavænleg áhrif á atburðarásina, eru lítt rökstuddar og harla ólíklegar svo ekki sé fastara að orði komist . Seðlabankinn hafði frumkvæði að fundi með forsvarsmönnum Englandsbanka og í fram haldi af því var komið á sérstökum tengiliðum innan beggja bankanna, þar sem upplýsingar voru veittar . Breski seðlabankastjórinn bauðst til að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.