Þjóðmál - 01.06.2010, Side 81

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 81
 Þjóðmál SUmAR 2010 79 að ætla endilega að aðkoma ríkisins sem eig­ anda myndi veikja mat matsfyrirtækja . Það kann hins vegar sú staðreynd að bankinn þurfti aðstoð opinberra yfirvalda að hafa gert, og ekki þarf nú að tala um ef hann hefði ekki fengið slíka aðstoð . Hins vegar er ljóst að í lög skorti heimildir til að boða neyðarfund hluthafa, því það var ekki síst ákvörðun um að draga að boða þann fund og áróðursherferð sem hafin var gegn ráðagerðinni af hálfu stærsta eigandans, sem hafði þó sjálfur þegar samþykkt hana, sem dró úr trúverðugleika aðgerðarinnar frá fyrsta degi . Og síðan hefur tvennt komið fram auk svo margs annars . Hið fyrra er að eiginfjárstaða bankans var orðin slík að Seðlabankinn hefði ekki mátt veita honum þrautavaralán á þessum tíma, þótt endurskoðaðir reikningar sýndu annað . Og hitt að á meðan eigendur bankans voru að bíða eftir því að Seðlabankinn eða ríkið tækju afstöðu til þess hvort bankanum yrði bjargað voru þeir margir sjálfir önnum kafnir við að hreinsa fjármuni út úr bankanum og færa til sjálfra sín, eins og fram hefur komið opinberlega og hefur þó ekki allt verið gert opinbert af slíku . Með hliðsjón af þessu er kúnstugt að sjá tilburði svo virðulegrar nefndar til að koma sök af hruni þessa banka yfir á þá sem gerðu allt sem mátti til að forða því að illa færi . 8 Öllum, sem komu að ákvörðun ríkis­stjórnarinnar, var ljóst að miklu varðaði að markaðurinn sem svo er kallaður fengi trú á aðgerðinni . Nóbelsverðlaunahafinn Krugman varð reyndar fyrstur til að segja að aðferð Íslands við að reyna að bjarga Glitni væri hin eina rétta . Trúverðugleiki aðgerðarinnar var sá þáttur sem hvað mest var ræddur . Þegar kvartað er yfir því að skriflegt álit hafi ekki verið gefið stjórnvöldum er spursmálið við hvað sé átt . Þáverandi forsætisráðherra er hagfræðingur með 6 ára starfsreynslu úr Seðlabankanum . Ráðuneytisstjóri hans, hag fræðingurinn Bolli Bollason, var formaður sam starfsnefndar allra þessara aðila sem höfðu farið yfir slíka þætti, en um þá er til mikið efni í bankanum . Forstjóra Fjár málaeftirlitsins var þessi þáttur ljós og hagfræðingnum, aðstoðarmanni viðskiptaráð­ herr ans, sem þarna var, sem og væntanlega hag fræði prófessornum, sérstökum ráðgjafa for­ sætis ráðherra, sem einnig var viðstaddur . Og aðrir fulltrúar stjórnvalda höfðu sjálfir tekið þátt eða þeirra næstu fulltrúar í sam starfs­ nefndarfundum viku lega í marga mánuði . Engin ósk kom fram á þessum fundum, hvorki í húsakynnum Fjár málaráðuneytisins né Seðla­ bankans, um að frekari gögn yrðu lögð fram af hálfu Seðlabankans . Fullyrða má að þeim sem leiddu þessa ákvörðunartöku af hálfu ríkisins var fullljóst hvaða þættir skiptu mestu . Og þeim hefur einnig verið ljóst að jafnvel þúsund síðna greinargerð gat ekki af öryggi sagt fyrir um hvernig til mundi takast . Og þegar talað er um í þessum tölulið að það varði jafnvel vanrækslu eða mistökum að útbúa ekki greinargerð um hugsanlegan trúverðugleika eru menn komnir sjálfir í leikfimi sem er harla ótrúverðug, svo ekki sé meira sagt . En hugsanlega væri þessi spurning skiljanleg, ef talið væri að bankinn hefði lifað fremur af ef ekki hefði verið reynt að hjálpa honum með þessum hætti . Það var óhugsandi . Allir vita nú (vonandi því einnig nefndin) að trúverðugleikinn brást vegna þess að á daginn kom að bankinn var hvorki eignalega né rekstrarlega sá sem hann sagðist vera og endurskoðaðir reikningar sögðu hann vera og vegna hins að stærsti eigandi bankans, sem þó hafði sjálfur samþykkt tilboð ríkisins, fór í herferð gegn því . Þegar sú herferð hafði staðið í fjóra daga var mjög af bankanum dregið . Þá var blaðinu snúið við í ofboði og hluthafafundur loks auglýstur . En þá var trú­ verðugleiki aðgerðarinnar, sem nefndin ræðir um í þessum tölulið, horfinn . Þótt skrifuð hefði verið ritgerð um mikilvægi trúverðugleika handa stjórnvöldum á þessum 24 tímum sem til ráðstöfunar voru, þá hefði ekki komið þar fram stafkrókur sem sá þetta háttalag fyrir né heldur stafkrókur um að í ljós myndi koma að endur skoðaðir reikningar bankans gæfu mjög ýkta mynd af stöðu hans og styrk . Sá texti allur hefði því ekki komið að nokkru gagni . Nefndin hefði því orðið að finna eitthvað annað til að nota gegn bankastjórninni . Reykjavík, 24 . febrúar 2010, Davíð Oddsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.