Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 10

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 10
 10 Kirkjan er ásamt Alþingi elsta stofnun þjóðarinnar, samferða henni um aldir þjóðveldis, konungdæmis, nýlendustjórnar, sjálfstæðisbaráttu og á lýðveldistíma. Þegar mikilvægar stoðir bresta reynir meira á hinar sem eftir standa, stofnanir sem fylgt hafa þjóðinni um langan aldur en líka á eðliskosti þjóðarinnar, innri styrk, samstöðu og samhjálp. Á fyrri tíð var sú félagsþjónusta sem nú er veitt af sveitarfélögum ekki fyrir hendi í formlegri mynd. Þá hvíldi þunginn af því starfi á kirkjunnar mönnum sem sinntu sálu- sorgun, hlustuðu, veittu ráð, hughreystu; presturinn var í senn sálfræðingur, félags- ráðgjafi, heimspekingur, mannvinur og mælskumaður. Eins og málum þjóðarinnar er háttað nú, reikar hugurinn til margra kirkjuskörunga frá fyrri tíð og kannski kemur eldklerkurinn fyrstur í hugann, presturinn sem hélt utan um sína hjörð, óbilandi hirðir frami fyrir hamförum náttúrunnar. Kirkjan er enn á okkar tímum burðarstrengur í öryggisneti sem ætíð er okkur mikilvægt en þó aldrei sem nú þegar öldurót atvinnumissis og upplausnar skellur á heimilum landsins. En samfélagsnetið felst líka í hugmyndaarfi hins kristna siðferðis, þeirri hugsun að fólk í sveitarfélagi, raunar landsmenn allir, þurfi að standa saman þegar vá ber að dyrum. Það hefur verið fróðlegt að kynnast því í heimsóknum mínum til byggða landsins síðustu daga hve kirkjan er fús að taka höndum saman við stofnanir, sveitarfélög og önnur samtök, opna dyr sínar fyrir fólki sem þarf á huggun og hjálp að halda. Kirkjan er ríkulega búin að langri sögu, menningu og lærdómi, alþjóðlegri sýn og íslenskum rótum – boðberi lögmáls sem er samgróið siðferðisvitund Íslendinga. Verkefni dagsins og næstu ára kalla því á virkni kirkjunnar með skýrari hætti en oftast áður, kalla á leiðsögn, samkennd og hjálp; að komið sé til móts við einlægar óskir frá einstaklingum, fjölskyldum, heilli þjóð. Þjóðkirkja er fallegt orð – en líka hugsjón, grundvöllur skipunar sem Íslendingar hafa kosið sér; þjóðkirkja – nú er hún knýjandi nauðsyn hvern einasta dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.