Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 45

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 45
 45 Allsherjarnefnd þakkar starfshópi um umhverfismál fyrir tillögu að umhverfisstefnu Þjóðkirkjunnar. Allsherjarnefnd tekur undir að umhyggja fyrir umhverfinu sé hluti af kristinni lífssýn. Í ljósi breytts ástands hvetur nefndin til að kirkjan greiði veg hófsemi, ráðdeildar og virðingar fyrir sköpuninni, en vinni gegn gildismati sem leiðir til ofneyslu og sóunar. Allsherjarnefnd fagnar skýrslu nefndar um samband kirkju og fjölmiðla. Skýrslan er gagnleg og tekur allsherjarnefnd undir þau orð skýrsluhöfunda að mjög margt hafi verið vel gert í upplýsinga- og fjölmiðlamálum kirkjunnar á umliðnum árum. Í skýrslunni er m.a. fjallað um áfalla- og viðbragðastjórn og eru þau mál í góðum farvegi. Þá er fjallað um mikilvægi þess að kirkjan taki frumkvæði í samræðum á opinberum vettvangi og geri sig gildandi í þeirri umræðu. Á þessum vettvangi þarf kirkjan að efla starf sitt. Vefir Biskupsstofu hafa eflst og eru mikilvæg tæki í boðun og fræðslu. Allsherjarnefnd beinir því til Biskupsstofu að leggja aukna áherslu á efni sem nýtist og höfðar til barna og unglinga. Einn nefndarmaður var sammála nefndaráliti allsherjarnefndar að öðru leyti en því að hann taldi rétt að fallið yrði frá áformum um uppbyggingu frístundabyggðar í landi Skálholts. Kirkjuþing afgreiddi skýrslu Kirkjuráðs með erftirfarandi Ályktun Kirkjuþing telur nauðsynlegt að koma þinglýsingum kirkjulegra eigna í viðunandi horf og beinir því til Kirkjuráðs að þeim málum verði hraðað sem kostur er. Kirkjuþing ályktar að skýra þurfi stefnu Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og starfseminni verði fundið hagstæðara húsnæði. Leitað verði eftir nánari tengslum við stofnanir og starfsfólk kirkjunnar um land allt til að styrkja þjónustu og rekstrargrundvöll. Kirkjuþing beinir því til Kirkjuráðs að lokaskýrslu um árangursmat í kirkjustarfi verði komið í viðeigandi farveg í tengslum við endurskoðun á heildarþjónustu kirkjunnar. Kirkjuþing telur æskilegt að starfshópur vinni áfram að mótun umhverfisstefnu Þjóðkirkjunnar og að umhverfisverkefnum sem kynnt voru með skýrslu Kirkjuráðs 2008. Umhverfisstefna Þjóðkirkjunnar verði til afgreiðslu á Kirkjuþingi 2009. Kirkjuþing ályktar að ráða þurfi upplýsingastjóra Þjóðkirkjunnar í fullt starf, og vísar til tillögu nefndar um samband kirkju og fjölmiðla í því sambandi. Leitað verði leiða til að forgangsraða í fjárhagsáætlun kirkjunnar þannig að finna megi þessu stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.