Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 25
25
STJÓRN PRESTSSETRA
Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í starfsreglum um prestssetur nr. 1027/2007 bar að
skipa stjórn prestssetra er sitji til 30. júní 2011, sbr. 3. gr. starfsreglnanna.
Kirkjuþing 2007 tilnefndi kirkjuþingsfulltrúana Guðmundu Kristjánsdóttur og Ásbjörn
Jónsson í sæti aðalmanns og Jens Kristmannsson og Helgu Halldórsdóttur í sæti
varamanns. Prestafélag Íslands tilnefndi sr. Þorgrím Daníelsson og sr. Solveigu Láru
Guðmundsdóttur í sæti aðalmanns og sr. Geir Waage og sr. Halldóru Þorvarðardóttur í
sæti varamanns.
Kirkjuráð ákvað að stjórn prestssetra yrði þannig skipuð:
Aðalmenn:
Fulltrúi Kirkjuráðs, Lárus Ægir Guðmundsson, formaður,
Fulltrúi Kirkjuþings, Guðmunda Kristjánsdóttir, 1. varaformaður,
Fulltrúi Prestafélags Íslands, sr. Þorgrímur Daníelsson, 2. varaformaður.
Varamenn:
Ásbjörn Jónsson sem gegni stöðu formanns ef aðalmenn víkja sæti,
Helga Halldórsdóttir,
Sr. Halldóra Þorvarðardóttir.
Skipan stjórnar prestssetra tók gildi 1. janúar 2008.
BYGGINGA- OG LISTANEFND
Kirkjuráð samþykkti að framlengja skipun bygginga- og listanefndar til loka árs 2009.
Formaður nefndarinnar er Jóhannes Ingibjartsson, eins og áður hefur komið fram, og
aðrir nefndarmenn eru Guðrún Jónsdóttir arkitekt og sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor,
verkefnisstjóri á Biskupsstofu og settur sóknarprestur í Þingvallaprestakalli.
ORGELNEFND ÞJÓÐKIRKJUNNAR
Kirkjuráð samþykkti að skipa sem aðalmenn í orgelnefnd Þjóðkirkjunnar þau Hörð
Áskelsson, organista Hallgrímskirkju og söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar; Björn Steinar
Sólbergsson, organista í Hallgrímskirkju og skólastjóra Tónskóla Þjóðkirkjunnar; og
Lenku Mateova, organista Kópavogskirkju. Varamenn voru skipuð þau Guðný Einars-
dóttir, organisti í Fella-og Hólakirkju; Douglas Brotchie, organisti í Háteigskirkju; og
Jörg Sondermann, organisti Selfosskirkju. Skipan nefndarinnar gildir til 30. júní 2011.
STJÓRN SIÐFRÆÐISTOFNUNAR
Kirkjuráð samþykkti að skipa áfram sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur verkefnisstjóra á
Biskupsstofu sem fulltrúa Þjóðkirkjunnar í stjórn Siðfræðistofnunar.
SKIPUN Í MINNINGARSJÓÐ INGIBJARGAR ÓLAFSSON Á ÍSLANDI.
Kirkjuráð skipaði Sigríði M. Jóhannsdóttur kirkjuráðsmann í stjórn Minningarsjóðs Ingi-
bjargar Ólafsson. Fyrir eru vígslubiskupinn á Hólum og Ragnhildur Benediktsdóttir,
skrifstofustjóri Biskupsstofu, sem er fulltrúi biskups Íslands.
ELLIMÁLANEFND
Kirkjuráð samþykkti að ellimálanefnd yrði framvegis skipuð af biskupi Íslands.