Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 46

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 46
 46 2. mál - Fjármál Þjóðkirkjunnar Flutt af Kirkjuráði Frsm. Jóhann E. Björnsson Helstu þættir til umræðu og ályktunar Heildartekjur Þjóðkirkjunnar í frumvarpi til fjárlaga árið 2009 eru áætlaðar 4.660,5 m. kr. að frádregnum 73 m. kr. sértekjum sem kirkjunni er ætlað að afla. Greiðslur vegna kirkjugarða árið 2009 eru áætlaðar 946 m. kr. Áætlaðar tekjur Þjóðkirkjunnar hækka um 459,1 m. kr. milli áranna 2008 og 2009 en hækkunin er 585 m. kr. ef greiðslur til kirkjugarða eru taldar með. Sérframlag til Hallgrímskirkju að fjárhæð 12,4 m. kr. er þriðja greiðsla vegna viðgerða á turni sem veitt er í sex ár eða samtals um 74,5 m. kr. 5,4 m. kr. eru vegna annars stofn- kostnaðar og er heildarframlag til Hallgrímskirkju 17,8 m. kr. Heildarkostnaður turn- viðgerðar var upphaflega áætlaður um 230 m. kr. og samkomulag milli ríkis, Reykja- víkurborgar og Þjóðkirkjunnar gerði ráð fyrir að samningsaðilar styrki framkvæmdina að jöfnu. Nú hefur komið í ljós að viðgerðin er mun dýrari en áætlað var og framkvæmdir í óvissu. Stofnkostnaðarframlag til Skálholts er 11,4 m. kr., þar af eru 6 m. kr. sem er þriðja greiðsla sem veitt er í átta ár í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar um að styrkja uppbyggingu í Skálholti. Í fyrstu umræðu vegna frumvarps til fjárlaga 2009 er gert ráð fyrir að tímabundið framlag til Þingeyraklausturskirkju að fjárhæð 3 m. kr. falli niður. Skil sóknargjalda til Þjóðkirkjunnar samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2009 hækka sem nemur 12 % eða um 238 m. kr. frá fjárlögum 2008. Hækkunin er í samræmi við áætlaða hækkun á meðaltekjuskattsstofni einstaklinga í Þjóðkirkjunni 16 ára og eldri milli tekjuáranna 2007 og 2008 – sem birtist í fjárlögum 2008. Gert er ráð fyrir 28 m. kr. lækkun framlags vegna markmiða frumvarpsins um útgjaldaaðhald. Flutt verður frumvarp um breytingu á lögum nr. 91/1987 um sóknargjöld, sem felur í sér að hækkun sóknargjalda, og framlög í Jöfnunarsjóð sókna og Kirkjumálasjóð verða tæplega 1% minni en ella hefði orðið. Milli áranna 2007 og 2008 hækka greiðslur vegna sóknargjalda og greiðslur í Jöfnunarsjóð og Kirkjumálasjóð um 9,5 % í samræmi við raunverulega hækkun á meðaltekjuskattsstofni milli tekjuáranna 2006 og 2007 og fjölgun einstaklinganna. Sóknargjald árið 2008 er 862 kr. á mánuði fyrir hvern gjaldanda eldri en 16 ára. Gjaldendur 1. desember 2007 voru 194.544 og eru því sóknargjöld 2008 uppreiknuð samtals um 2.012,4 m. kr. Ef miðað er við raunveruleg sóknargjöld árið 2008 er hækkun milli áranna 2008 og í fjárlagafrumvarpi 2009 um 10,5 %. Greiðslur til kirkjugarða miðast við fjölda greftrana næstliðins árs og stærð svæða í umhirðu kirkjugarða. Hækkun vegna kirkjugarða nemur 15,4% eða 126 m. kr. Eins og kemur fram í fjárlagafrumvarpi 2009 eru 120 m. kr. af hækkuninni vegna launa- og verðlagsbreytinga. Framlagið er byggt á reiknilíkani þar sem 20% af framlaginu taka mið af jarðsetningum, sem voru 1583 árið 2007 og líkbrennslum sem voru 359 talsins. Um 80% af framlaginu miðast við stærð svæða í umhirðu hjá görðunum í lok ársins 2006. Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.