Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 33

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 33
 33 Kirkjuráð samþykkti að skipa í starfshópinn sr. Elínborgu Sturludóttur, Margréti Björnsdóttur, kirkjuþingsfulltrúa; Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur, Jónu Bjarnadóttur og sr. Halldór Reynisson, sem leiði starf hópsins. Hópurinn hefur skilað Kirkjuráði tillögum að umhverfisstefnu ásamt greinargerð og fylgja tillögurnar skýrslu þessari. Kirkjuráð telur rétt að fá frekari umfjöllun um málið áður en það verður lagt fyrir Kirkjuþing. 19. mál. Þingsályktun um kaup og sölu fasteigna Kirkjuþing 2007 samþykkir kaup á eftirtöldum fasteignum á starfssvæði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf: 1. Kapellu að Víkingabraut 775, byggðri 1985. 2. Íbúð í fasteigninni að Breiðstræti 672, merktri A, byggðri 1969. 3. Íbúð í fasteigninni að Breiðstræti 672, merktri B, byggðri 1969. 4. Íbúð í fasteigninni að Breiðstræti 672, merktri C, byggðri 1969. Kirkjuþing 2007 samþykkir sölu eftirtalinna fasteigna: 1. Eignarhlutar Kirkjumálasjóðs í óskiptu landi Járngerðarstaða og Hóps í Grindavík. 2. Íbúðarhúss á jörðinni Prestbakka í Húnavatnsprófastsdæmi, ásamt hæfilegri lóð. 3. Kirkjuþing 2007 samþykkir að fasteignin Skálholt og sérgreindir eignarhlutar þar í eigu Þjóðkirkjunnar verði þinglýst eign Kirkjumálasjóðs. Fasteignasvið Kirkjuráðs hefur haft þessi mál með höndum og er þeim að mestu lokið, þ.e. gengið hefur verið frá kaupum, sölu og þinglýsingum samkvæmt ályktuninni. 20. mál. Þingsályktun um niðurfellingu á gjaldtöku fyrir fermingarfræðslu og skírn Kirkjuþing 2007 samþykkir að leggja til við kirkjumálaráðherra að gjaldskrá um aukaverk presta samkvæmt lögum nr. 36/1931 verði breytt á þann veg að gjaldtaka fyrir fermingarfræðslu og skírn verði felld niður frá og með 1. jan. 2009. Jafnframt verði tryggt að kjör presta skerðist ekki við þessar breytingar. Kirkjuráð óskaði eftir því að biskup ræddi við forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra um þessa samþykkt Kirkjuþings. Kirkjuráð ákvað síðan að skipa starfshóp um málið. Voru tveir fulltrúar Prestafélags Íslands í hópnum, þeir sr. Ólafur Jóhannsson formaður félagsins og sr. Magnús Magnússon kjarafulltrúi þess. Þá var af hálfu Kirkjuráðs sr. Halldór Gunnarsson, kirkjuráðsmaður. Fulltrúar Prestafélagsins sendu fyrir hönd P.Í. Kjararáði erindi í lok mars sl. Þar var gerð grein fyrir samþykkt Kirkjuþings og þess óskað að Kjararáð taki tillit til niðurfellingar gjaldtökunnar við endurskoðun á launum presta. Málið er enn í vinnslu og hefur sr. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, leitt viðræður við ráðuneytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.