Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 48

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 48
 48 Kristnisjóður Framlag í Kristnisjóð hækkar í samræmi við launahækkanir presta og samsvarar 15 árslaunum presta í fámennustu prestaköllunum. Hækkunin milli áranna 2008 og 2009 nemur um 7,8 m. kr. í fjárlagafrumvarpi 2009. Á árinu 2009 er gert ráð fyrir að tekjur sjóðsins að fjárhæð 96,7 m. kr. flytjist í Kirkjumálasjóð þar sem veitt verða framlög til starfsemi kirkjunnar. Þessi tilfærsla var gerð í fyrsta skipti árið 2006 og er mikil einföldun á umsýslu Kirkjuráðs. Kirkjuþing 2008 afgreiðir ársreikninga Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2007 um einstaka sjóði, stofnanir og viðfangsefni Þjóðkirkjunnar athugasemdalaust. Rekstraráætlun fyrir árið 2009 um helstu viðfangsefni Þjóðkirkjunnar, er í samræmi við megináherslur Kirkjuþings með hliðsjón af þeim fjárhagsramma sem Þjóðkirkjan býr við. Nefndarálit Fjárhagsnefnd fór yfir ársreikninga og fjárhagsáætlanir Þjóðkirkjunnar, stofnanir hennar og sjóði. Fjárhagsnefnd þakkar skýra framsetningu reikninga og áætlana og yfirgripsmikil yfirlit og skýringar á öllum rekstri sem undir Þjóðkirkjuna heyrir. Sérstaklega er því fagnað að nú er í fyrsta sinn lagt fram yfirlit um framlög til æskulýðsmála, svo og áætlun vegna prestsembætta 2009. Nefndin fór einnig yfir endurskoðunarskýrslu Ríkis- endurskoðunar, en í skýrslunni er fjallað um ársreikninga embætta, sjóða, stofnana og fyrirtækja Þjóðkirkjunnar. Nefndin hafði einnig til umfjöllunar samantekt ársreikninga sókna 2007, yfirlit unnið úr ársreikningum héraðssjóða fyrir árið 2007 og skýrslu um úthlutanir styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna á árunum 1991-2008 og tillögur um úthlutun árið 2009. Nefndin fékk á sinn fund Gunnar Svavarsson, formann fjárlaganefndar Alþingis; Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands; Sigríði Dögg Geirsdóttur, fjármálastjóra; og Guðmund Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóra Kirkjuráðs, sem leystu greiðlega úr spurningum nefndarmanna og veittu nefndinni gagnlegar upplýsingar. Varðandi fjármál Þjóðkirkjunnar vill fjárhagsnefnd draga fram eftirfarandi atriði: 1. Fyrirsjáanlegt er að meðaltekjuskattsstofn einstaklinga milli áranna 2008 og 2009 lækki að raungildi og það muni hafa áhrif til lækkunar sóknargjalda árið 2010. Af þessum sökum beinir fjárhagsnefnd því til Kirkjuráðs að brýna fyrir sóknarnefndum að gæta ýtrasta aðhalds á fjárhagsárinu 2009. 2. Fjárhagsnefnd beinir því til Kirkjuráðs að á fjárhagsáætlun 2009 verði lagðir fram fjármunir til þess að styrkja söfnuði og prófastsdæmi vegna stuðnings þeirra við almenning í efnahagsþrengingum. 3. Fjárhagsnefnd beinir því til Kirkjuráðs að leggja fram fjárhagsáætlun til næstu fimm ára varðandi skipulag þjónustu presta og djákna kirkjunnar, sbr. áætlun um prestsembætti 2009 sem var fylgiskjal með 2. máli Kirkjuþings - fjármálum kirkjunnar. Áætlunin verði lögð fyrir Kirkjuþing 2009. 4. Fjárhagsnefnd leggur til að á hverju Kirkjuþingi verði eitt viðfangsefni kirkjunnar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.