Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 55
55
leysa úr málinu skal forseti Kirkjuþings kveðja einhvern sem kjörgengur er til
biskupsembættis til að sinna því, sbr. 20. gr.
V. kafli. Sóknir, prestaköll, prófastsdæmi og kirkjustjórn í héraði.
28. gr.
Kirkjusókn er grunneining Þjóðkirkjunnar og starfsvettvangur hennar á hverjum stað. Ein
eða fleiri kirkjusóknir mynda prestakall.
29. gr.
Kirkjusókn er sjálfstæð fjárhagsleg og félagsleg eining þjóðkirkjufólks sem býr innan
sóknarmarka og tengist hún öðrum sóknum eftir því sem fyrir er mælt í starfsreglum frá
Kirkjuþingi.
Sóknarmenn eru allir þeir sem lögheimili eiga í sókn miðað við 1. desember næstliðinn,
hafa hlotið skírn og eru skráðir í Þjóðkirkjuna.
Sóknarmenn eiga rétt á kirkjulegri þjónustu í sókn sinni og bera sameiginlega skyldur
eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum eða starfsreglum frá Kirkjuþingi.
Kirkjuþing setur starfsreglur um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma, um leysing á
sóknarbandi og um aðkomu óstaðbundinna safnaða að Þjóðkirkjunni.
Kirkjuþing setur starfsreglur um samráðsvettvang leikmanna.
30. gr.
Í hverri kirkjusókn Þjóðkirkjunnar er sóknarnefnd, kjörin af aðalsafnaðarfundi, sem
annast rekstur og framkvæmdir á vegum sóknarinnar og styður kirkjulega þjónustu í
sókninni ásamt sóknarpresti og starfsmönnum sóknarinnar.
Sóknarnefnd er ásamt sóknarpresti í fyrirsvari fyrir sóknina gagnvart stjórnvöldum og
einstökum mönnum og stofnunum. Hún hefur umsjón með kirkju safnaðarins og
safnaðarheimili.
Sóknarnefnd skal gæta réttinda kirkju og gera prófasti viðvart ef út af bregður.
Kirkjuþing setur nánari ákvæði í starfsreglur um stöðu, starf, starfshætti og samvinnu
sóknarnefnda, kosningu og fjölda sóknarnefndarmanna og um sameiginlegt fjárhald
sókna.
Kirkjuþing setur starfsreglur um stöðu og störf starfsmanna sókna.
Kirkjuþing setur starfsreglur um afnot af kirkju og safnaðarheimili.
31. gr.
Aðalsafnaðarfund skal halda í hverri sókn einu sinni á ári. Þar skulu rædd málefni
sóknarinnar og þau mál önnur sem undir hann ber samkvæmt lögum eða starfsreglum og
með einstökum erindum.
Kirkjuþing setur nánari ákvæði um safnaðarfundi og safnaðarfulltrúa í starfsreglur.
32. gr.
Héraðsfundi skal halda í hverju prófastsdæmi ár hvert. Héraðsfundur er vettvangur
prófastsdæmis til að ræða um sameiginleg málefni kirkjunnar í umdæminu.
Héraðsnefnd prófastsdæmis er framkvæmdanefnd héraðsfundar.