Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 5

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 5
 5 styrkur og sál trúarinnar. Aldrei var mikilvægara að minna á þá eilífu auðlind en einmitt nú. Viska, hagsýni, hófsemi og umhyggja Á snöggu augabragði hrundi svo margt sem keikast stóð í hinni hraustu, nýju veröld hnattvæðingarinnar. Horfurnar eru engan veginn bjartar. Margir eru áhyggjufullir um lífsafkomu sína, einstaklingar, fjölskyldur, fyrirtæki og stofnanir samfélagsins. En við missum ekki móðinn! Nú fá ríki heims og fjármálastofnanir og einstaklingar tækifæri til að endurmeta og endurskipuleggja með visku, hagsýni, hófsemi og umhyggju að leiðarljósi. Hvar er þeim gildum helst miðlað? Við teljum okkur vita það. Í iðkun og uppeldi trúar, vonar og kærleika. Ofuráhersla í umræðu um fjármálavanda og umhverfisvá er á dökkri og neikvæðri mynd af manninum og afli hans og möguleikum til að eyða, spilla, sóa og deyða. Víst sjáum við merki þess allt um kring, því miður. En fótspor mannsins á jörðu og í mannlegu samfélagi eru ekki aðeins fótspor ágirndar og eyðingar, heldur líka góðs og gleði, uppbyggingar, sköpunar. Hin kristna heimsmynd og lífssýn gengur út frá því að við séum sett á þessa jörð og falið að gæta hennar af ábyrgð og miðla með okkur gæðum hennar af réttlæti og sanngirni gagnvart meðbræðrum okkar, já, og niðjum. Maðurinn er samverkamaður skaparans að hamla gegn illu, hlú að lífi, greiða því góða veg. Og víða má sjá merki þess í verkum og viðmóti góðs fólks á vettvangi daganna. Að uppræta örbirgð Í hamförum fjármálakreppunnar megum við ekki gleyma systkinum okkar í fjarlægum álfum sem ekki nutu ávaxta góðærisins að neinu marki. Desmond Tutu, erkibiskup, hvetur alþjóðasamfélagið til að standa við þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að við höfum þrátt fyrir allt möguleika á að vera „fyrsta kynslóð í sögu mannkynsins til að uppræta mesta ranglæti og alvarlegustu mannréttindabrot sögunnar: örbirgðina.“ Við skulum hlusta eftir því og bregðast við, leggja okkar af mörkum í þeim efnum. Aldrei var meiri þörf en einmitt nú að efla hjálparstarf og þróunarhjálp um allan heim til að standa við skuldbindingar okkar gagnvart þeim fátæku í heiminum. Þeir alvarlegu erfiðleikar sem íslensk þjóð gengur nú gegnum eru umfram allt auðsældarkreppa en ekki örbirgðar. Íslendingar hafa aldrei verið auðugri og þjóðin aldrei búið við betri innviði og forsendur en nú til að takast á við og vinna sig út úr áföllum. Sannarlega erum við vellauðug í samanburði við þau sem vart hafa til hnífs og skeiðar, og sem er hlutskipti milljóna barna víða um heim. Okkar er að gleyma þeim aldrei og rétta fram hjálparhönd líka og ekki síður þegar við finnum að okkur þrengt í lífskjörum. Það væri til marks um auðugt hjarta og trúmennsku okkar við gjafara allra góðra hluta að leggja okkur fram um einmitt nú að styðja þau börn sem þurfa áfram á aðstoð okkar að halda. Varanlegir sjóðir og velgengni Fagnaðarboðskapur frelsarans sem kirkjan ber vitni í orði og atferli á helgum og hátíðum og í gleði og raunum knýr okkur til góðra verka. Knýr okkur til að boða von og trú og vitna um kærleika Guðs sem öllu er ofar og á erindi til allra manna á öllum tímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.