Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 42

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 42
 42 Tónskóli Þjóðkirkjunnar Tónskóli Þjóðkirkjunnar starfar samkvæmt starfsreglum um kirkjutónlist á vegum Þjóðkirkjunnar nr. 768/2002. Meginverkefni skólans er að sjá til þess að ávallt sé nægur fjöldi organista og annarra starfsmanna á sviði kirkjutónlistar er hafi viðhlítandi menntun og færni. Skólinn starfar eftir námskrá sem Kirkjuráð samþykkir. Stjórn skólans er skipuð sr. Jóni Helga Þórarinssyni sem er formaður, Guðnýju Einarsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Vorið 2007 hófst vinna við að skipuleggja „útrás“ Tónskólans, þ.e. að bjóða upp á nám í kirkjutónlist úti um land. Er markmiðið að bæta menntun tónlistarfólks sem starfar við kirkjur landsins. Hefur tekist samstarf um námið við Tónlistarskólann á Akureyri og við Kirkju- og Menningarmiðstöðina á Eskifirði. Hinn 17. mars 2008 var undirritaður samningur milli Tónskólans og Listaháskóla Íslands um nám í kirkjutónlist til BA-gráðu við hátíðlega athöfn í Sölvhóli, fyrrum höfuðstöðvum Tónskólans og söngmálastjóra. Tilkoma nýju námsbrautarinnar og samstarfið við Listaháskólann er stór áfangi í sögu kirkjutónlistarnáms á Íslandi og mikil viðurkenning á náminu við Tónskólann og mun efla og styrkja námið í kirkjutónlist til muna. VIII. Upplýsingatækni Unnið hefur verið að töluverðum breytingum á sviði upplýsingatækni. Tölvukerfi Biskupsstofu hefur verið uppfært, en þar er m.a. haldið utan um tölvupóstföng starfsmanna Biskupsstofu og flestra prestsembætta auk þess sem margir vefir kirkjulegra stofnana eru hýstir þar. Ný útgáfa af aðalvef kirkjunnar, kirkjan.is, er opnuð á þessu Kirkjuþingi. Verið er að undirbúa upptöku innri vefs kirkjunnar en um allumfangsmikið þróunarverkefni er að ræða. Þá hefur aðgangsstýringum verið breytt og öryggi aukið. Tekið hefur verið upp nýtt símkerfi á Biskupsstofu en það gefur ýmsa möguleika í framtíðinni fyrir kirkjuna og stofnanir hennar. Upplýsingatæknisvið hefur stækkað og þýðing þess stöðugt aukist. Er vert að benda á að aðgengi að upplýsingum mun aukast, hraði upplýsingastreymis sömuleiðis og vonast er til að dragi úr pappírsnotkun. Dregist hefur að ljúka verkefni sem lýtur að því að gera ársreikninga sókna og kirkjugarða raf- ræna með forskráðum upplýsingum, svo og umsóknir í sjóði kirkjunnar. Stefnt er að því að styrkja menntun og færni starfsmanna með skipulagningu námskeiða. Ljóst er að endurnýja þarf skjalavistunarkerfi Biskupsstofu en núverandi kerfi hefur ekki fyllilega haldið í við aðra þróun sem nauðsynlegt er, t.d. stýrikerfa. Verið er að undirbúa viðbætur í Oracle-fjárhagskerfinu sem notað er á Biskupsstofu og m.a. er unnið að nýju eigna- skráningakerfi. IX. Stefna og starfsáherslur Þjóðkirkjunnar 2001-2010 Samkvæmt starfsáherslum yfirstandandi árs var “samstarf inná við og útávið” verkefni starfsársins 2007-2008. Markmiðið er að sóknir og einingar kirkjunnar íhugi hvernig þær geti eflt samstarf sín í milli og út á við. Verkefnið hefur verið kynnt á fundum sem haldnir hafa verið með sóknarnefndum og á mörgum námskeiðum á vegum Biskupsstofu. Á “Innandyra”-námskeiði í Grensáskirkju var ítarleg umræða um samstarf meðal sóknarnefnda og starfsmanna í barna- og unglingastarfi sem tóku þátt í námskeiðinu. Á sóknarnefndarnámskeiði á Akureyri,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.