Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 78
78
8. mál - Þingsályktun um kaup og sölu fasteigna
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Guðmundur Þór Guðmundsson
I.
Kirkjuþing 2008 samþykkir kaup Kirkjumálasjóðs á eftirtöldum fasteignum:
Fasteign í Reykjavík sem Kirkjuhús. Málið verði afgreitt í samráði við fjárhagsnefnd
Kirkjuþings.
II.
Kirkjuþing 2008 samþykkir sölu eftirtalinna fasteigna í eigu Kirkjumálasjóðs:
1. Jörðin Bergþórshvoll I, Rangárþingi, Rangárvallaprófastsdæmi.
2. Jörðin Hvoll í Saurbæ, Dalabyggð, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi.
3. Jörðin Prestbakki II, Húnavatnsprófastsdæmi.
4. Prestsbústaðurinn Víðihlíð 8, Sauðárkróki, Skagafjarðarprófastsdæmi.
5. Prestsbústaðurinn Sunnuvegur 6, Þórshöfn, Langanesbyggð,
Þingeyjarprófastsdæmi.
6. Tíu hektara landspilda úr landi prestssetursjarðarinnar Breiðabólsstaðar, Rangárvalla-
prófastsdæmi.
7. Kirkjuhúsið, Laugavegi 31, Reykjavík.
8. Prestsbústaðurinn Túngata 28, Tálknafirði, Vestfjarðaprófastsdæmi.
III.
Makaskipti á tveimur landspildum úr landi prestssetursjarðarinnar Grenjaðarstaðar, Þing-
eyjarprófastsdæmi, önnur um 10,3 hektarar að stærð og hin um 7,1 hektari að stærð, og
sambærilegum spildum úr landi grannjarðarinnar Aðalbóls.
Heimildarákvæði um kaup og sölu fasteigna gilda fram að Kirkjuþingi 2009.