Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 69
69
Um 26. gr.
Ákvæði 1. mgr. er efnislega samhljóða 2. málsl. 16. gr. núgildandi laga en hér er þó lagt
til að í stað embættisheitisins vígslubiskup verði biskuparnir tveir kenndir við hina fornu
biskupsstóla án þess þó að vald- og verksviði þeirra verði breytt. Þá þykir rétt að árétta að
þeir hafi tilsjónarvald í umboði biskups Íslands enda er biskupsdæmið eitt á Íslandi, sbr.
1. mgr. 6. gr. núgildandi laga og 18. gr. frv.
Í 2. mgr. er mælt fyrir um biskupafund en ákvæði um hann er að finna í 19. grein
núgildandi laga. Þar segir að biskupafundur skuli m.a. búa þau mál er varða kenninguna,
helgisiði og helgihald í hendur Prestastefnu og gera tillögur um skipan sókna, prestakalla
og prófastsdæma til Kirkjuþings. Hér er hins vegar lagt er til að ákvæði um verkefni
biskupafundar verði felld úr lögum og Kirkjuþingi fengið vald til að kveða á um þau. Það
er í samhljómi við meginmarkmið þessa frumvarps um einföldun kirkjulöggjafar og
flutning ákvarðana um innri málefni kirkjunnar úr almennum lögum í starfsreglur frá
Kirkjuþingi. Þá eykur það svigrúm Kirkjuþings til þess að flytja eftir atvikum fleiri
verkefni til biskupafundar en nú er raunin. Mikilvægt er þó að hafa í huga að
biskupafundur telst ekki til kirkjulegra stjórnvalda er tekið geti bindandi ákvarðanir.
Hann er vettvangur fyrir biskup Íslands til að ráðgast við umboðsmenn sína við stjórn
biskupsdæmisins og og eftir atvikum undirbúa tillögugerð til Kirkjuþings.
Um 27. gr.
Ákvæði 1. og 2. mgr. er efnislega samhljóða 15. gr. núgildandi laga um annað en vanhæfi
biskups Íslands.
Í 3. mgr. er fjallað um þá aðstöðu er biskup Íslands verður vanhæfur til meðferðar
einstaks máls sem undir hann ber að lögum. Þá er svo fyrir mælt að sá biskup sem eldri er
að biskupsvígslu skuli fara með málið nema biskup Íslands eigi sjálfur sérstakra og
verulegra hagsmuna að gæta. Þegar þannig stendur á verða næstu undirmenn hans einnig
vanhæfir skv. 5. tl. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. lög nr. 49/2002. Á
þessa reglu myndi ekki reyna verði biskup Íslands vanhæfur til meðferðar máls í
Kirkjuráði ef sú tilhögun verður tekin upp að kjósa sérstakan varaforseta Kirkjuráðs, sbr.
13. gr. frv. Verði báðir biskuparnir vanhæfir til að leysa úr máli þarf einhvern aðila til að
greiða úr þeirri stöðu sem þá kemur upp. Ekki fer vel á því að slíkt komi til kasta
Kirkjuráðs sem er fjölskipað stjórnvald undir forsæti biskups Íslands. Hér er lagt til að
forseti Kirkjuþings kveðji einhvern þann til að sinna málinu sem er kjörgengur til
biskupsembættis, sbr. 20. gr.
Um 28. gr.
Greinin er efnislega samhljóða 48. gr. núgildandi laga og þarfnast ekki skýringar.
Um 29. gr.
Ákvæði 1.-3. mgr. eru efnislega samhljóða 49. gr. núgildandi laga að öðru leyti en því að
Kirkjuþingi verður ætlað að kveða á um það hvernig sóknir tengjast og hvernig hagað
verði rétti og skyldum sóknarmanna.
Í 50. gr. núgildandi laga er ákvæði um að Kirkjuþing setji starfsreglur um skipan
sókna, prestakalla og prófastsdæma og er því haldið í 4. mgr. þessarar greinar. Til
viðbótar er ákvæði um að Kirkjuþing setji starfsreglur um leysing á sóknarbandi og um
aðkomu óstaðbundinna safnaða að Þjóðkirkjunni. Jafnframt er lagt til í 51. gr. frv. að lög