Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 72

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 72
 72 Um 38. gr. Greinin er efnislega samhljóða 41. gr. núgildandi laga og þarfnast ekki skýringar. Um 39. gr. Ákvæði 1., 3. og 4. mgr. eru efnislega samhljóða 29. gr. núgildandi laga. Athygli er vakin á því, sem var nýmæli í 3. mgr. 29. gr., að biskup Íslands geti skipað prófasta til að hafa umsjón með tilteknum þáttum kirkjulegrar þjónustu án þess að starf prófasts sé bundið við hin hefðbundnu prófastsdæmi. Starfssvið þess háttar prófasts gæti þannig náð til ákveðinna staðbundinna verkefna eða landsins alls. Ákvæði 2. mgr. á sér samsvörun í 1. gr. laga nr. 36/1931 um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra, sbr. athugasemdir við 33. gr. frv. Um 40. gr. Um djákna er nú mælt fyrir í 47. gr. laga nr. 78/1997. Þessi grein frumvarpsins er efnislega samhljóða 1., 4. og 5. mgr. lagaákvæðisins. Hafi djáknaefni lokið prófi frá annarri menntastofnun en Háskóla Íslands er sami háttur hafður á og í 35. gr. frv. um menntun prestsefna, sjá aths. við þá grein. Þá þykir rétt að Kirkjuþing kveði í starfsreglum á um ráðningu djákna, starfsþjálfun og hvers konar þjónustu þeirra. Um 41. gr. Greinin er efnislega samhljóða 1. mgr. 28. gr. núgildandi laga en djáknum í föstu starfi er nú bætt í hóp þeirra er eiga setu- og atkvæðisrétt á Prestastefnu. Þá er í stað vígslubiskupa talað um biskupana í Skálholti og á Hólum, sbr. aths. við 26. gr. frv. Loks er talað um þjónandi presta í stað starfandi þjóðkirkjupresta og tekur sú orðnotkun þá jafnframt yfir sérþjónustupresta. Í niðurlagi 2. mgr. er öðrum prestum, guðfræðingum og djáknum innan safnaða er starfa á grundvelli evangelísk-lúterskrar kirkju heimilað að sækja presta- stefnu með málfrelsi og tillögurétti. Þetta ákvæði myndi m.a. ná til þeirra biskupa er látið hafa af störfum. Um 42. gr. Greinin er efnislega samhljóða 2. mgr. 28. gr. núgildandi laga að öðru leyti en því að fellt er brott ákvæði um að á Prestastefnu skuli fjalla um málefni prestastéttarinnar. Prestastefna eða synódus er vettvangur biskups Íslands til að ráðgast við þjóna Þjóðkirkjunnar um hin kirkjulegu málefni, þ.á m. um kenningu kirkjunnar og helgisiði. Um málefni prestastéttarinnar skal á hinn bóginn fjallað á fundum Prestafélags Íslands eða öðrum slíkum vettvangi. Um 43. gr. Greinin er samhljóða 62. gr. núgildandi laga, sbr. lög nr. 82/2007, og var sett til sam- ræmis við samkomulag íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launa- greiðslur til presta og starfsmanna Þjóðkirkjunnar í janúar 1997 og síðar samkomulags sömu aðila um prestssetur og afhendingu þeirra í október 2006. Um 44. gr. Greinin er nýmæli. Um þær kirkjur og kirknaeignir í umsjá aðila innan Þjóðkirkjunnar sem þinglýstar eignarheimildir ná ekki til þykir rétt að kveða svo á í lögum að þær séu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.