Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 72

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 72
 72 Um 38. gr. Greinin er efnislega samhljóða 41. gr. núgildandi laga og þarfnast ekki skýringar. Um 39. gr. Ákvæði 1., 3. og 4. mgr. eru efnislega samhljóða 29. gr. núgildandi laga. Athygli er vakin á því, sem var nýmæli í 3. mgr. 29. gr., að biskup Íslands geti skipað prófasta til að hafa umsjón með tilteknum þáttum kirkjulegrar þjónustu án þess að starf prófasts sé bundið við hin hefðbundnu prófastsdæmi. Starfssvið þess háttar prófasts gæti þannig náð til ákveðinna staðbundinna verkefna eða landsins alls. Ákvæði 2. mgr. á sér samsvörun í 1. gr. laga nr. 36/1931 um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra, sbr. athugasemdir við 33. gr. frv. Um 40. gr. Um djákna er nú mælt fyrir í 47. gr. laga nr. 78/1997. Þessi grein frumvarpsins er efnislega samhljóða 1., 4. og 5. mgr. lagaákvæðisins. Hafi djáknaefni lokið prófi frá annarri menntastofnun en Háskóla Íslands er sami háttur hafður á og í 35. gr. frv. um menntun prestsefna, sjá aths. við þá grein. Þá þykir rétt að Kirkjuþing kveði í starfsreglum á um ráðningu djákna, starfsþjálfun og hvers konar þjónustu þeirra. Um 41. gr. Greinin er efnislega samhljóða 1. mgr. 28. gr. núgildandi laga en djáknum í föstu starfi er nú bætt í hóp þeirra er eiga setu- og atkvæðisrétt á Prestastefnu. Þá er í stað vígslubiskupa talað um biskupana í Skálholti og á Hólum, sbr. aths. við 26. gr. frv. Loks er talað um þjónandi presta í stað starfandi þjóðkirkjupresta og tekur sú orðnotkun þá jafnframt yfir sérþjónustupresta. Í niðurlagi 2. mgr. er öðrum prestum, guðfræðingum og djáknum innan safnaða er starfa á grundvelli evangelísk-lúterskrar kirkju heimilað að sækja presta- stefnu með málfrelsi og tillögurétti. Þetta ákvæði myndi m.a. ná til þeirra biskupa er látið hafa af störfum. Um 42. gr. Greinin er efnislega samhljóða 2. mgr. 28. gr. núgildandi laga að öðru leyti en því að fellt er brott ákvæði um að á Prestastefnu skuli fjalla um málefni prestastéttarinnar. Prestastefna eða synódus er vettvangur biskups Íslands til að ráðgast við þjóna Þjóðkirkjunnar um hin kirkjulegu málefni, þ.á m. um kenningu kirkjunnar og helgisiði. Um málefni prestastéttarinnar skal á hinn bóginn fjallað á fundum Prestafélags Íslands eða öðrum slíkum vettvangi. Um 43. gr. Greinin er samhljóða 62. gr. núgildandi laga, sbr. lög nr. 82/2007, og var sett til sam- ræmis við samkomulag íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launa- greiðslur til presta og starfsmanna Þjóðkirkjunnar í janúar 1997 og síðar samkomulags sömu aðila um prestssetur og afhendingu þeirra í október 2006. Um 44. gr. Greinin er nýmæli. Um þær kirkjur og kirknaeignir í umsjá aðila innan Þjóðkirkjunnar sem þinglýstar eignarheimildir ná ekki til þykir rétt að kveða svo á í lögum að þær séu

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.