Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 24
24
Ráðinn hefur verið verkefnisstjóri upplýsingatæknimála, Örvar Kárason, en hann hefur
undanfarin ár unnið að ýmsum málefnum er varða upplýsingatækni, einkum vef
kirkjunnar, í hlutastarfi. Þá hefur verið ráðinn umsjónarmaður notendaaðstoðar, Ragna
Björk Kristjánsdóttir. Hún mun jafnframt vinna að þróun innri vefja kirkjunnar,
skipulagningu tölvunámskeiða o.fl.
Hjá Kirkjuráði starfaði Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir fulltrúi, í hlutastarfi við ýmis
skrifstofu- og ritarastörf, en hún fór til annarra starfa á Biskupsstofu 1. júlí 2008. Í hennar
stað var ráðin Guðrún Finnbjarnardóttir, sem fulltrúi, frá og með 1. október 2008.
Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur á Biskupsstofu, sinnir verkefnum fyrir
Kirkjuráð samkvæmt samningi þess og Biskupsstofu frá 2003, en um er að ræða
fjármálaráðgjöf til sóknarnefnda, auk þjónustu við undirbúning úthlutana úr Jöfnunarsjóði
sókna. Þá hefur verið unnið áfram að því að afmarka lóðir fyrir kirkjur, kirkjugarða og
prestssetur, en um samstarfsverkefni Kirkjuráðs og Kirkjugarðaráðs er að ræða.
Skipan í nefndir
Samkvæmt 11. gr. starfsreglna um Kirkjuráð nr. 817/2000, er meginreglan sú að
Kirkjuráð skipar í þær nefndir sem ráðið skal skipa í, þrjá menn og þrjá til vara til
fjögurra ára. Skal skipað frá og með 1. júlí árið eftir kirkjuþingskjör. Samkvæmt því bar
að skipa í nefndirnar á árinu 2007 og var það gert eins og grein var gerð fyrir í skýrslu
Kirkjuráðs á Kirkjuþingi 2007. Nokkrar breytingar hafa orðið á nefndaskipan eftir að
skýrslan var lögð fram og skal gerð nánari grein fyrir því hér.
STRANDARKIRKJUNEFND
Samkvæmt tilnefningu sóknarnefndar Strandarsóknar, sem barst eftir að skýrsla
Kirkjuráðs var lögð fram á Kirkjuþingi 2007, var sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í
Þorlákshafnarprestakalli, skipaður sem aðalmaður í nefndina og Jóhanna Eiríksdóttir sem
varamaður hans. Eins og fram kom í skýrslu Kirkjuráðs á Kirkjuþingi 2007 hafði
Kirkjuráð áður skipað formann, Ragnhildi Benediktsdóttur, og Sigríði Dögg Geirsdóttur
varamann hennar, og samkvæmt tilnefningu héraðsnefndar Árnessprófastsdæmis sr. Jón
Ragnarsson sóknarprest í Hveragerði sem aðalmann og Margréti Jónsdóttur, fulltrúa í
héraðsnefnd Árnessprófastsdæmis, Selfossi, sem varamann hans. Gildir skipun
nefndarinnar til 30. júní 2011.
NEFND UM KÆRLEIKS- OG SÉRÞJÓNUSTU
Eins og fram kom í skýrslu Kirkjuráðs fyrir Kirkjuþing 2007 var skipuð nefnd skv. stefnu
Þjóðkirkjunnar á sviði kærleiksþjónustu (skv. samþykkt í 15. máli Kirkjuþings 2006).
Skipaði Kirkjuráð sr. Guðnýju Hallgrímsdóttur, sérþjónustuprest fatlaðra; sr. Kjartan Örn
Sigurbjörnsson, sjúkrahúsprest; sr. Kristján Björnsson, kirkjuráðsmann; Ragnhildi
Ásgeirsdóttur, djákna; og sr. Svavar Stefánsson, sóknarprest. Sr. Kjartan Örn sá sér ekki
fært að taka nefndarstörfin að sér og ákvað Kirkjuráð að skipa í hans stað sr. Vigfús
Bjarna Albertsson, sjúkrahúsprest. Sr. Svavar sagði sig úr nefndinni og samþykkti
Kirkjuráð að skipa sr. Magnús Björn Björnsson, prest í Digranesprestakalli, í stað hans.
Þá vísaði Kirkjuráð 10. máli Kirkjuþings 2007, þingsályktun um endurskoðun á stöðu
prestsembætta meðal Íslendinga í útlöndum, einnig til þessarar nefndar. Nefndin skilaði
skýrslu til Kirkjuráðs og drögum að þingsályktunartillögu, sbr. 7. mál Kirkjuþings 2008.