Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 56
56
Kirkjuþing setur nánari ákvæði um héraðsfundi, héraðssjóði og héraðsnefndir í
starfsreglur.
VI. kafli. Prestar, prófastar og djáknar.
33. gr.
Þjónandi prestur Þjóðkirkjunnar er hver sá sem á grundvelli köllunar og vígslu gegnir
föstu prestsembætti í Þjóðkirkjunni eða starfar á vegum stofnunar eða félagasamtaka með
samþykki biskups Íslands. Hann lýtur tilsjón kirkjulegra stjórnvalda í kirkjulegum efnum.
34. gr.
Í hverju prestakalli skal vera einn sóknarprestur. Sóknarprestur er hirðir safnaðar og
gegnir prests- og predikunarembætti samkvæmt vígslubréfi og eftir því sem reglur og
venjur segja til um.
Heimilt er, með samþykki Kirkjuþings, að skipa fleiri presta en einn í prestakalli en þeir
skipta þá með sér verkum undir forystu sóknarprests.
Biskup Íslands getur, að fengnu samþykki Kirkjuþings, ákveðið að í prófastsdæmum
starfi héraðsprestar.
Biskup Íslands getur jafnframt, að fengnu samþykki Kirkjuþings, ákveðið að ráða
sérþjónustupresta og presta til að starfa meðal Íslendinga erlendis.
Prestar í föstu prestsembætti í Þjóðkirkjunni skulu fá greiddan rekstrarkostnað embætta
sinna samkvæmt reglum sem Kirkjuþing setur.
Biskup Íslands leggur sóknarprestum til löggiltar embættisbækur, svo og eyðublöð undir
lögboðnar skýrslur og embættisvottorð.
Kirkjuþing setur gjaldskrá um aukaverk presta.
Kirkjuþing setur nánari ákvæði í starfsreglur um störf og starfsskyldur presta og
verkaskipti þeirra í milli.
35. gr.
Almenn skilyrði til skipunar, setningar eða ráðningar í prestsembætti eða prestsstarf eru
þessi:
1. Embættis- eða mag. theol. próf í guðfræði frá guðfræði- og trúarbragðafræðideild
Háskóla Íslands eða annað sambærilegt próf. Biskup Íslands getur leitað umsagnar
Háskóla Íslands um slík próf.
2. Að kandídat hafi ekki gerst sekur um athæfi sem ætla má að rýri álit hans og sé ósam-
boðið manni í prestsstarfi.
3. Að kandídat fullnægi að öðru leyti almennum skilyrðum 6. gr. laga um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins.
4. Að kandídat hafi hlotið starfsþjálfun og annan undirbúning samkvæmt nánari
ákvæðum í starfsreglum frá Kirkjuþingi.
36. gr.
Þegar prestakall eða prestsembætti losnar eða nýtt prestakall er stofnað auglýsir biskup
Íslands embættið með þriggja vikna umsóknarfresti hið skemmsta.