Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 70

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 70
 70 nr. 9/1882 um leysing á sóknarbandi verði felld úr gildi en ákvæði þeirra eru að miklu leyti úrelt orðin. Eðlilegt þykir að setja ákvæði um leysing sóknarbanda í starfsreglur. Með óstaðbundnum söfnuði innan Þjóðkirkjunnar er átt við söfnuð án land- fræðilegra marka sem starfar á sama kenningargrunni og Þjóðkirkjan og tilheyrir henni með samningi eða annarri ráðstöfun sem nánar yrði kveðið á um í starfsreglum. Með þessu er opnað fyrir aðild óstaðbundinna safnaða, s.s. fríkirkjusafnaða eða óháðra safn- aða, líkt og þekkist hjá systurkirkjum á Norðurlöndum. Í 5. mgr. er kveðið á um að Kirkjuþing setji starfsreglur um samráðsvettvang leik- manna. Í 58. gr. núgildandi laga er ákvæði um leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar. Meiri- hluti Kirkjuþings er skipaður leikmönnum og rétt þykir að það sé undir þinginu sjálfu komið á hverjum tíma hvernig hagað verði aðkomu leikmanna að starfi Þjóðkirkjunnar að öðru leyti, hvort heldur er með leikmannastefnu, Kirkjuþingi ungs fólks eða samstarfs- vettvangi sóknarnefnda eða héraðsnefnda. Um 30. gr. Ákvæði 1. mgr. er efnislega samhljóða 1. mgr. 53. gr. núgildandi laga. Þó er því bætt við að sóknarnefnd sé kjörin af aðalsafnaðarfundi en slíkt ákvæði er ekki að finna í lögunum. Ákvæði 2. mgr. er efnislega samhljóða 1. mgr. 54. gr. núgildandi laga. Ákvæði 3. mgr. er samhljóða 2. mgr. 54. gr. núgildandi laga. Í 4. mgr. er mælt fyrir um að Kirkjuþing setji setji nánari ákvæði í starfsreglur um stöðu, starf, starfshætti og samvinnu sóknarnefnda, kosningu og fjölda sóknarnefnda- manna og um sameiginlegt fjárhald sókna. Af samvinnu sókna eða sameiginlegu fjárhaldi þeirra getur hlotist umtalsvert hagræði og verksparnaður, einkum í hinum fámennari sóknum. Um kjör og fjölda sóknarnefndarmanna er nú mælt í 2. – 4. mgr. 53. gr. laga nr. 78/1997. Í 5. mgr. er Kirkjuþingi ætlað að setja starfsreglur um stöðu og störf starfsmanna sókna, sbr. 57. gr. núgildandi laga, en ekki þykir ástæða til að tilgreina organista sérstaklega svo sem nú er gert. Samkvæmt 6. mgr. skal Kirkjuþing setja starfsreglur um afnot af kirkju og safnaðarheimili eins og nú er mælt fyrir um í 3. málslið 1. mgr. 54. gr. laganna. Um 31. gr. Um aðalsafnaðarfundi er kveðið á í 52. gr. núgildandi laga. Ákvæðið er einfaldað til muna og Kirkjuþingi látið eftir að setja starfsreglur um safnaðarfundi og safnaðarfulltrúa sem 56. gr. laganna mælir fyrir um. Að öðru leyti þarfnast greinin ekki skýringar. Um 32. gr. Um héraðsfundi og héraðsnefndir er kveðið á í 31. og 32. gr. núgildandi laga. Ákvæðin eru einfölduð til muna og Kirkjuþingi látið eftir að setja starfsreglur um héraðsfundi, héraðssjóði og héraðsnefndir. Að öðru leyti þarfnast greinin ekki skýringar. Um 33. gr. Ákvæði 1. mgr. er efnislega samhljóða 33. gr. núgildandi laga. Áhersla er lögð á sjálfstæði prests gagnvart aðilum er hann starfar hjá en heyra ekki undir Þjóðkirkjuna, svo sem sjúkrahúsum og fangelsum. Í kirkjulegum efnum lýtur presturinn þannig einvörð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.