Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 7

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 7
 7 Upphafsorð forseta Kirkjuþings, Péturs Kr. Hafstein Herra forseti Íslands. Forsætisráðherra, kirkjumálaráðherra, forseti Alþingis, biskup Íslands. Kirkjuþingsfulltrúar og góðir gestir. Verið öll hjartanlega velkomin til Kirkjuþings 2008 – á hálfrar aldar afmæli þess. Ég býð sérstaklega velkomna okkar ágætu gesti frá systurkirkjunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Þeir eru: Gunnar Sibbmark forseti sænska kirkjuþingsins, Timo Sahi varaforseti finnska kirkjuþingsins, Jens-Petter Johnsen framkvæmdastjóri norska kirkjuráðsins, Paul Verner Skærved formaður samkirkjunefndar í Danmörku, Durita Tausen fulltrúi stiftsyfirvalda í Færeyjum og Dorothea Kutter varaforseti kirkjuþings lútersku kirknanna í Þýskalandi. Það er mikils virði að sjá þessa góðu gesti hér á meðal okkar í dag og skynja það vinarþel og virðingu, sem kirkjurnar ytra sýna Kirkjuþinginu og Þjóðkirkjunni íslensku á þessum tímamótum með því að senda fulltrúa sína til Íslands til að fagna með okkur á 50 ára afmæli Kirkjuþings. I especially welcome our distinguished guests from our sister churches in the Nordic countries and in Germany. It is of great value to have you here amongst us today and to feel the friendship and honour that your churches show our church by sending representatives to Iceland to celebrate with us the fiftieth Anniversary of the General Synod of the Church of Iceland. Kirkjuþing kemur nú saman í skugga fráfalls tveggja biskupa Íslands, herra Ólafs Skúlasonar og herra Sigurbjörns Einarssonar, og hefur þeirra verið minnst. Báðir voru þeir forsetar á Kirkjuþingi í embættistíð sinni, eins og þá tíðkaðist, og báðir lögðu þeir þinginu ómetanlegan skerf, sem hér skal sérstaklega þakkað. Megi sú trúfesti fylgja störfum þessa Kirkjuþings, er endurómar svo í ljóðstöfum Sigurbjörns biskups: Minn Guð, sem varst og ert mér allt og alla blessar þúsundfalt, þú skilur hjartað, veilt og valt, og mannsins mörgu sár. Þú ber þinn kross og bætir allt og brosir gegnum tár. Nú verður gengið til dagskrár á þessum setningarfundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.