Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 39

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 39
 39 a. Málefni prestssetursjarðarinnar Laufáss, Þingeyjarprófastsdæmi, hafa verið til umfjöll- unar vegna beiðni venslamanna fyrrverandi sóknarprests um áframhaldandi not jarðar- innar og staðsetningu færanlegs íbúðarhúss þar. Eins og áður hefur komið fram í skýrslu þessari hafa Kirkjuráð og stjórn prestssetra unnið að samþykkt Kirkjuþings 2007 um að prestssetursjarðir skuli vera lausar til afnota fyrir presta og hefur því ekki verið talið koma til álita að fallast á umrædda beiðni. Hins vegar hefur verið gefinn kostur á viðræðum um tiltekin búskaparafnot á jörðinni en ekkert liggur fyrir um það mál í dag. Málið er í höndum stjórnar prestssetra. Umræddur aðili er án leigusamnings. b. Málefni prestsbústaðar á Kolfreyjustað, Austfjarðaprófastsdæmi. Sóknarprestur hafði óskað eftir að reist yrði nýtt íbúðarhús á Kolfreyjustað. Kirkjuráð lagði til að málið yrði kannað ítarlega en sóknarpresti var, að eigin ósk, heimilað að flytja á Kolfreyjustað færanlegan íbúðarskála þar sem hann mun hafa aðsetur til bráðabirgða. c. Úrlausn óbyggðanefndar vegna Valþjófsstaðar og matsnefndar vegna bóta fyrir vatnsréttindi og viðbrögð við þeim. Ákveðið var að bera úrlausn óbyggðanefndar um mörk þjóðlendu og Valþjófsstaðar undir dómstóla. Er því ekki ljóst hvenær endanleg úrlausn málsins liggur fyrir. d. Samningar um fyrrum prestssetur. Kirkjuráð samþykkti að segja upp öllum afnota- samningum um fyrrum prestssetur, svo ráðið gæti endurmetið ráðstöfun þessara eigna. Um var að ræða eftirtaldar eignir: Skeggjastaði, Ása, Bergþórshvol, Hvol í Saurbæ, Vatnsfjörð, Árnes I, Prestbakka og Háls í Fnjóskadal. Á Desjarmýri var um að ræða lífstíðarábúð ábúenda og því ekki hægt að segja þeim upp afnotum af jörðinni. Jarðirnar Ásar, Bergþórshvoll, Hvoll í Saurbæ, Vatnsfjörður og Árnes I fóru allar í áframhaldandi leigu. Háls í Fnjóskadal mun verða auglýstur til leigu, en ekki verður leigt til ábúðar skv ábúðarlögum. Leigutaki á Prestbakka hefur mótmælt framangreindri uppsögn og ber fyrir sig ákvæði leigusamnings um forleigurétt. Kirkjuþing 2007 heimilaði sölu íbúðarhússins á Prestbakka ásamt hæfilegri lóð. Var húsið selt Prestbakkasókn en vegna þessa ágreinings hefur frágangur sölunnar dregist. Um Skeggjastaði er fjallað síðar í skýrslunni. e. Kirkjuráð fjallaði um málefni prestssetursjarðarinnar Mosfells í Mosfellsbæ. Vísast til 16. máls og greinargerðar með því. f. Kirkjuráð samþykkti samning um friðlýsingu landssvæðis vegna stofnunar Vatna- jökulsþjóðgarðs en landsvæði það sem samningurinn nær til er á landi prestssetursjarðar- innar Valþjófsstaðar að hluta. g. Reykholt. Kirkjuráð fjallaði um málefni prestssetursjarðarinnar Reykholts. Skipulagðar hafa verið lóðir fyrir nýja íbúabyggð í Reykholti og hafa nokkur hús risið. Þrjár lóðir eru lausar. Einkahlutafélagið Reykholtsstaður tók að sér verklega framkvæmd við undirbúning byggingarsvæðisins, gerð lagna – og veitukerfa, gatnagerð o.fl. Var gert samkomulag við sveitarfélagið um það mál og tók það þátt í kostnaði við verkefnið. Auk þess var innheimt gatnagerðargjald af lóðarhöfum. Framkvæmdum er ekki lokið og úthlutun lóða er í biðstöðu. Samningaviðræður við sveitarfélagið standa yfir. Kirkjuráð samþykkti að leysa tiltekna kvöð sem hvílir á einkahlutafélaginu um endurgreiðslu gatnagerðargjalda og brottfall lóðarleigusamnings. Langanesprestakall varð til við sameiningu Þórshafnarprestakalls og Skeggjastaðapresta- kalls, Þingeyjarprófastsdæmi. Prestssetur í Langanesprestakalli skal samkvæmt starfs- reglum Kirkjuþings vera á Þórshöfn. Að beiðni sóknarprests er til athugunar að veita honum leyfi til að sitja tímabundið áfram á Skeggjastöðum, þ.e. til fardaga 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.