Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 26
26
HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR
Kirkjuráð samþykkti að skipa áfram Ingibjörgu Pálmadóttur, Kristínu Magnúsdóttur og
Þorstein Pálsson sem fulltrúa Kirkjuráðs í fulltrúaráð Hjálparstarfsins. Varamaður verði
Rannveig Sigurbjörnsdóttir. Öll eru þau skipuð til tveggja ára.
STJÓRN KIRKJUHÚSSINS – SKÁLHOLTSÚTGÁFUNNAR
Í samræmi við ákvæði skipulagsskrár Kirkjuhússins - Skálholtsútgáfunnar var samþykkt á
fundi Kirkjuráðs 10. maí 2007 að skipa áfram sr. Halldór Reynisson til þriggja ára, svo og
sr. Bernharð Guðmundsson, fv. rektor Skálholtsskóla, í stað sr. Hreins Hjartarsonar, sem
lést á árinu 2006. Skipun sr. Bernharðs gildir í tvö ár þar sem það er sá tími sem sr.
Hreinn átti eftir. Kirkjuráð skipaði Guðna Má Harðarson, skólaprest hjá KSH til þriggja
ára.
STJÓRN FJÖLSKYLDUÞJÓNUSTU KIRKJUNNAR
Kirkjuráð óskaði á fundi sínum 26. september 2008 eftir að núverandi stjórn sæti áfram
til eins árs. Stjórnina skipa Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, form.; sr. Anna Sigríður
Pálsdóttir, prestur; og sr. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur. Varamenn eru Ásbjörn
Jónsson, lögfræðingur; sr. Friðrik Hjartar, prestur; og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
STJÓRN SKÁLHOLTS
Stjórnin er framkvæmdanefnd Skálholts og starfar í umboði Kirkjuráðs. Stjórnin er
skipuð þannig að vígslubiskup, sr. Sigurður Sigurðarson, er formaður og aðrir í stjórn eru
kirkjuráðsmennirnir sr. Kristján Björnsson og Jóhann E. Björnsson. Þá var ákveðið að sr.
Halldór Gunnarsson verði varamaður sr. Kristjáns og Sigríður M. Jóhannsdóttir
varamaður Jóhanns, en þau sitja bæði í Kirkjuráði.
III. Kirkjuþing
Um störf Kirkjuþings
Kirkjuþing 2007 var haldið í Grensáskirkju dagana 20.-25. október 2007. Lögð voru fram
20 mál, átta þingmannamál, biskup Íslands flutti eitt mál, Kirkjuráð flutti tíu mál og
fjárhagsnefnd eitt mál. Þingstörf gengu vel og afgreiddi Kirkjuþing tólf ályktanir, þrennar
nýjar starfsreglur og þrjár breytingar á starfsreglum. Að venju voru Gerðir Kirkjuþings
gefnar út og þeim dreift til þingfulltrúa, presta, formanna sóknarnefnda o. fl.
Afgreiðsla mála Kirkjuþings 2007
Kirkjuráð fjallaði um samþykktir mála Kirkjuþings eins og nánar kemur fram í fundagerð
ráðsins frá 8. nóvember 2007. Hér verður rakin afgreiðsla Kirkjuráðs vegna Kirkjuþings
2007.
1. mál 2007. Skýrsla Kirkjuráðs
Þingsályktanir Kirkjuþings voru eftirfarandi (skáletrað):
a) Kirkjuþing ályktar að lagt verði til fjármagn til safnaða og prófastsdæma þar sem unnt
verði að sinna áherslu þessa starfsárs 2007-2008, „Aukið samstarf inn á við og út á við“.