Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 26

Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 26
 26 HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR Kirkjuráð samþykkti að skipa áfram Ingibjörgu Pálmadóttur, Kristínu Magnúsdóttur og Þorstein Pálsson sem fulltrúa Kirkjuráðs í fulltrúaráð Hjálparstarfsins. Varamaður verði Rannveig Sigurbjörnsdóttir. Öll eru þau skipuð til tveggja ára. STJÓRN KIRKJUHÚSSINS – SKÁLHOLTSÚTGÁFUNNAR Í samræmi við ákvæði skipulagsskrár Kirkjuhússins - Skálholtsútgáfunnar var samþykkt á fundi Kirkjuráðs 10. maí 2007 að skipa áfram sr. Halldór Reynisson til þriggja ára, svo og sr. Bernharð Guðmundsson, fv. rektor Skálholtsskóla, í stað sr. Hreins Hjartarsonar, sem lést á árinu 2006. Skipun sr. Bernharðs gildir í tvö ár þar sem það er sá tími sem sr. Hreinn átti eftir. Kirkjuráð skipaði Guðna Má Harðarson, skólaprest hjá KSH til þriggja ára. STJÓRN FJÖLSKYLDUÞJÓNUSTU KIRKJUNNAR Kirkjuráð óskaði á fundi sínum 26. september 2008 eftir að núverandi stjórn sæti áfram til eins árs. Stjórnina skipa Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, form.; sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur; og sr. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur. Varamenn eru Ásbjörn Jónsson, lögfræðingur; sr. Friðrik Hjartar, prestur; og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. STJÓRN SKÁLHOLTS Stjórnin er framkvæmdanefnd Skálholts og starfar í umboði Kirkjuráðs. Stjórnin er skipuð þannig að vígslubiskup, sr. Sigurður Sigurðarson, er formaður og aðrir í stjórn eru kirkjuráðsmennirnir sr. Kristján Björnsson og Jóhann E. Björnsson. Þá var ákveðið að sr. Halldór Gunnarsson verði varamaður sr. Kristjáns og Sigríður M. Jóhannsdóttir varamaður Jóhanns, en þau sitja bæði í Kirkjuráði. III. Kirkjuþing Um störf Kirkjuþings Kirkjuþing 2007 var haldið í Grensáskirkju dagana 20.-25. október 2007. Lögð voru fram 20 mál, átta þingmannamál, biskup Íslands flutti eitt mál, Kirkjuráð flutti tíu mál og fjárhagsnefnd eitt mál. Þingstörf gengu vel og afgreiddi Kirkjuþing tólf ályktanir, þrennar nýjar starfsreglur og þrjár breytingar á starfsreglum. Að venju voru Gerðir Kirkjuþings gefnar út og þeim dreift til þingfulltrúa, presta, formanna sóknarnefnda o. fl. Afgreiðsla mála Kirkjuþings 2007 Kirkjuráð fjallaði um samþykktir mála Kirkjuþings eins og nánar kemur fram í fundagerð ráðsins frá 8. nóvember 2007. Hér verður rakin afgreiðsla Kirkjuráðs vegna Kirkjuþings 2007. 1. mál 2007. Skýrsla Kirkjuráðs Þingsályktanir Kirkjuþings voru eftirfarandi (skáletrað): a) Kirkjuþing ályktar að lagt verði til fjármagn til safnaða og prófastsdæma þar sem unnt verði að sinna áherslu þessa starfsárs 2007-2008, „Aukið samstarf inn á við og út á við“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.