Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 16

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 16
 16 Setningarræða forseta Kirkjuþings, Péturs Kr. Hafstein Virðulega Kirkjuþing. Góðir gestir. Nú líður að lokum þessa setningarfundar Kirkjuþings á afmælisári. Þingstörf í hálfa öld eru að baki og vissulega gefur það tilefni til að fagna og gleðjast. Vegna hamfara og óvissu í efnahagsmálum þjóðarinnar, sem valdið hafa þúsundum heimila í landinu búsifjum og kvíða, var hins vegar horfið frá frekari hátíðarhöldum af hálfu kirkjunnar en felast í þessum setningarfundi og málsverði að honum loknum auk hátíðarmessu í Hallgrímskirkju á morgun svo sem venja stendur til. Þannig er fallið frá hátíðar- kvöldverði Kirkjuþings, sem fyrirhugaður var nú í kvöld vegna hinna merku tímamóta. Þess í stað hefur verið ákveðið að leggja Hjálparstarfi kirkjunnar sérstakt lið og verja auknu fjármagni til innanlandsaðstoðar á hennar vegum á þessum erfiðu tímum. Þjóðkirkjan á mikið verk framundan að styðja og styrkja þá sem standa höllum fæti, veita skjól og huggun og harmabót og kannski umfram allt skerpa það gildismat, sem á rætur að rekja til grunngilda kristninnar um nægjusemi, hógværð og náungakærleika. Hugmyndir um Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar eiga rætur að rekja aftur á ofanverða 19. öld, voru af alvöru ræddar í árdaga heimastjórnar á Íslandi á fyrsta áratug 20. aldar og raunar lengur en urðu ekki að veruleika fyrr en fyrir 50 árum, með lögum nr. 43/1957. Kirkjuráð hafði hins vegar verið sett á laggirnar aldarfjórðungi fyrr, árið 1932. Á fyrsta Kirkjuþinginu 18. október 1958, sem haldið var í húsi Thors Jensen við Fríkirkjuveg 11, sagði biskup Íslands, herra Ásmundur Guðmundsson: „Kjarni málsins er sá, að minni hyggju, að við Kirkjuþing mun vald kirkjunnar og sjálfsstjórn vaxa og samstarf presta og leikmanna aukast. Hvorttveggja er höfuðnauðsyn.“ Þessi orð hins ágæta biskups hafa bæði verið áhrínsorð og leiðarstef í starfi og stefnu Þjóðkirkjunnar síðustu hálfa öld. Sjálfsstjórn kirkjunnar hefur aukist verulega, Kirkjuþingið hefur fengið fastan sess sem æðsta valdastofnun Þjóðkirkjunnar og leikmenn hafa verið leiddir til öndvegis og áhrifa að lúterskum hætti. Auknu valdi og verkefnum fylgir aukin ábyrgð. Þjóðkirkjan hefur risið undir þessari ábyrgð og styrkt stöðu sína sem þjóðkirkja – ekki ríkiskirkja – heldur þjóðkirkja í réttum skilningi þess orðs – þjóðkirkja í tengslum við íslenska ríkið á grundvelli stjórnar- skrárákvæðis og ekki síður sögulegrar hefðar. Þjóðkirkja sem vill tryggja öllum Íslend- ingum kirkjulega þjónustu frá innstu dölum til ystu nesja. Þjóðkirkja sem veitir sam- félaginu og menningunni styrk og stuðning og eflir siðgæði og trúarvitund. Ég vísaði til sögulegrar hefðar og það eru ekki orðin tóm. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, lýsti þessu skýrlega í hirðisbréfi sínu til íslensku kirkjunnar árið 2001 þegar hann sagði: „Allt frá kristnitöku hefur verið þjóðkirkja á Íslandi, þótt heitið þjóðkirkja hafi ekki orðið til fyrr en á 19. öld. Kirkjan varð samofin lífi og örlögum þjóðarinnar, lögum hennar og stofnunum, svo að stundum varð vart á milli skilið. ... Frá alda öðli voru íslensk þjóð og kirkja eitt í þessu landi. Það var gæfa þjóðarinnar og mikilvægur þáttur sjálfsmyndar okkar og menningararfs.“ Þessi orð leiðtoga Þjóðkirkjunnar er hollt að þekkja og muna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.