Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 64

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 64
 64 Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins. Um 1. gr. Í 1. gr. er fjallað um trúfræðilega undirstöðu Þjóðkirkjunnar á Íslandi sem sjálfstæðs trúfélags. Tekið er fram að starfsemi hennar sé reist á evangelísk-lúterskum grunni. Í því felst að kenningargrundvöllur Þjóðkirkjunnar byggist á eftirtöldum játningarritum: 1. Postullegu trúarjátningunni 2. Níkeujátningunni. 3. Aþanasíusarjátningunni. 4. Hinni óbreyttu Ágsborgarjátningu frá 1530. 5. Fræðum Lúthers hinum minni. Um 2. gr. Í 1. mgr. er ákvæði efnislega samhljóða 2. mgr. 1. gr. núgildandi laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar en rétt þykir að vísa sérstaklega til stjórnar- skrárákvæðisins sem er grundvöllur stuðnings ríkisvaldsins við Þjóðkirkjuna. Áréttað skal að þessu frumvarpi, ef að lögum verður, er á engan hátt ætlað að breyta fjárhagslegum skyldum ríkisvaldsins gagnvart Þjóðkirkjunni eins og ljóst er af VIII. kafla frumvarpsins. Í 2. mgr. er mælt fyrir um sjálfstæði Þjóðkirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu. Ákvæðið er efnislega samhljóða 1. mgr. 2. gr. og 5. gr. núgildandi laga. Í 3. mgr. er mælt fyrir um að Þjóðkirkjunni beri að tryggja öllum landsmönnum kirkjulega þjónustu. Ákvæðið er nýmæli en mikilvægt er að árétta að auknu sjálfstæði Þjóðkirkjunnar fylgir rík ábyrgð á því að allir landsmenn geti átt aðgang að þjónustu kirkjunnar eftir því sem þeir kjósa og lög og reglur heimila. Um 3. gr. Kirkjuleg stjórnvöld eru stjórnvöld í skilningi íslenskra laga, a.m.k. þegar þau fara með opinbert vald lögum samkvæmt. Þar sem Þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja og nýtur verulegs sjálfstæðis gagnvart ríkisvaldinu, þ.á m. í stjórnsýslu kirkjunnar, þykir rétt að taka af tvímæli og árétta að kirkjuleg stjórnvöld falli undir stjórnsýslulög og upplýsingalög. Um 4. gr. Greinin er samhljóða 4. gr. núgildandi laga að öðru leyti en því að felld eru brott orðin „að því er varðar fjárlagagerð“ þar sem samkipti ráðuneytisins og Þjóðkirkjunnar eru ekki einskorðuð við undirbúning fjárlaga. Ekki er nú frekar en áður lagt til að tengsl verði rofin milli ríkisvaldsins og Þjóðkirkjunnar þótt sjálfstæði hennar um innri málefni sín verði enn aukið frá því sem verið hefur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.