Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 64

Gerðir kirkjuþings - 2008, Page 64
 64 Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins. Um 1. gr. Í 1. gr. er fjallað um trúfræðilega undirstöðu Þjóðkirkjunnar á Íslandi sem sjálfstæðs trúfélags. Tekið er fram að starfsemi hennar sé reist á evangelísk-lúterskum grunni. Í því felst að kenningargrundvöllur Þjóðkirkjunnar byggist á eftirtöldum játningarritum: 1. Postullegu trúarjátningunni 2. Níkeujátningunni. 3. Aþanasíusarjátningunni. 4. Hinni óbreyttu Ágsborgarjátningu frá 1530. 5. Fræðum Lúthers hinum minni. Um 2. gr. Í 1. mgr. er ákvæði efnislega samhljóða 2. mgr. 1. gr. núgildandi laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar en rétt þykir að vísa sérstaklega til stjórnar- skrárákvæðisins sem er grundvöllur stuðnings ríkisvaldsins við Þjóðkirkjuna. Áréttað skal að þessu frumvarpi, ef að lögum verður, er á engan hátt ætlað að breyta fjárhagslegum skyldum ríkisvaldsins gagnvart Þjóðkirkjunni eins og ljóst er af VIII. kafla frumvarpsins. Í 2. mgr. er mælt fyrir um sjálfstæði Þjóðkirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu. Ákvæðið er efnislega samhljóða 1. mgr. 2. gr. og 5. gr. núgildandi laga. Í 3. mgr. er mælt fyrir um að Þjóðkirkjunni beri að tryggja öllum landsmönnum kirkjulega þjónustu. Ákvæðið er nýmæli en mikilvægt er að árétta að auknu sjálfstæði Þjóðkirkjunnar fylgir rík ábyrgð á því að allir landsmenn geti átt aðgang að þjónustu kirkjunnar eftir því sem þeir kjósa og lög og reglur heimila. Um 3. gr. Kirkjuleg stjórnvöld eru stjórnvöld í skilningi íslenskra laga, a.m.k. þegar þau fara með opinbert vald lögum samkvæmt. Þar sem Þjóðkirkjan er ekki ríkiskirkja og nýtur verulegs sjálfstæðis gagnvart ríkisvaldinu, þ.á m. í stjórnsýslu kirkjunnar, þykir rétt að taka af tvímæli og árétta að kirkjuleg stjórnvöld falli undir stjórnsýslulög og upplýsingalög. Um 4. gr. Greinin er samhljóða 4. gr. núgildandi laga að öðru leyti en því að felld eru brott orðin „að því er varðar fjárlagagerð“ þar sem samkipti ráðuneytisins og Þjóðkirkjunnar eru ekki einskorðuð við undirbúning fjárlaga. Ekki er nú frekar en áður lagt til að tengsl verði rofin milli ríkisvaldsins og Þjóðkirkjunnar þótt sjálfstæði hennar um innri málefni sín verði enn aukið frá því sem verið hefur.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.