Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 60

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 60
 60 Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. I. Kirkjuþing 2008 hefur beint þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðherra að flytja frumvarp þetta til nýrra þjóðkirkjulaga, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar. Á Kirkjuþingi 2007 var samþykkt ályktun um að fela Kirkjuráði að skipa fimm manna nefnd til að endurskoða lög nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar í ljósi tíu ára reynslu og aukins sjálfstæðis kirkjunnar í málefnum hennar, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar sem heimilar Kirkjuþingi að hafa frumkvæði að frumvörpum til laga um kirkjuleg málefni og beina þeim tilmælum til ráðherra að þau verði flutt á Alþingi. Nefndin skyldi jafnframt huga að því hver nauðsyn væri að breyta ákvæðum annarra laga í kjölfar breytinga á þjóð- kirkjulögum og vegna breyttra aðstæðna. Þá skyldi nefndin athuga hvernig starfsreglur sem Kirkjuþing setur yrðu best samræmdar breyttri löggjöf. Í greinargerð með tillögunni kom fram að með lögum nr. 78/1997 hefði sjálfstæði kirkjunnar aukist verulega og sú þróun hefði haldið áfram við breytingar sem síðan hefðu orðið á lögunum. Með þessari rammalöggjöf um Þjóðkirkjuna hefði ákvörðunarvald um skipan mála í kirkjunni verið fært til Kirkjuþings í ríkara mæli en verið hefði, sérstaklega um hin ytri mál. Sú þróun hefði haldið áfram að Kirkjuþing hefði sett starfsreglur um ýmis atriði í stjórnskipan kirkjunnar sem áður hefðu verið bundin í lög. Töluverð reynsla hefði þannig verið byggð upp í starfi Kirkjuþings og innri stjórnsýsla kirkjunnar hefði verið að breytast og eflast á þessum tíma. Í greinargerðinni var því meðal annars beint til nefndarinnar að huga sérstaklega að ákvæðum sem leitt gætu til enn meira sjálfstæðis Þjóðkirkjunnar og hvernig færa mætti fleiri ákvæði úr lögum í starfsreglur frá Kirkju- þingi. Í kjölfar Kirkjuþings 2007 ræddi biskup Íslands mál þetta við dóms- og kirkjumála- ráðherra sem lýsti því viðhorfi að hann væri tilbúinn að greiða því götu að endurskoða þjóðkirkjulögin og tilnefna fulltrúa í nefndina. Kirkjuráð skipaði þriggja manna nefnd í þessu skyni í apríl 2008. Pétur Kr. Hafstein forseti Kirkjuþings og fyrrverandi hæsta- réttardómari var skipaður formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn voru séra Kristján Björnsson kirkjuráðsmaður og Bryndís Helgadóttir lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, tilnefnd af ráðherra. Þá störfuðu með nefndinni Ragnhildur Benediktsdóttir lögræðingur og skrifstofustjóri á Biskupsstofu sem var ritari nefndarinnar og Hjalti Zóphóníasson lögfræðingur og skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu sem ráðherra kvaddi til að veita nefndinni sérfræðilega ráðgjöf. II. Með lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar urðu straumhvörf í skipulagi kirkjunnar, og sjálfstæði hennar gagnvart ríkisvaldinu var aukið verulega um leið og Kirkjuþing fékk aukið vægi sem æðsta valdastofnun í málefnum Þjóðkirkjunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.