Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 86
86
15. mál - Þingsályktun um breytta skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma
Flutt af biskupi Íslands
Frsm. Sigurður Sigurðarson
Kirkjuþing 2008 samþykkir að á árinu 2009 verði eftirtaldar tillögur að breyttri skipan
sókna, prestakalla og prófastsdæma kynntar þeim sóknum, prestum og héraðsfundum sem
í hlut eiga og þeim gefinn kostur á að veita umsögn um þær. Að fengnum umsögnum
ákveði biskupafundur hvort – og þá hvaða tillögur verði lagðar fyrir Kirkjuþing 2009.
a)
1) Kálfafellsstaðarprestakall, Skaftafellsprófastsdæmi, verði lagt niður við starfslok
núverandi sóknarprests. Hofssókn leggist til Kirkjubæjarklaustursprestakalls, Kálfa-
fellsstaðarsókn og Brunnhólssókn leggist til Bjarnarnesprestakalls, eða
2) Kálfafellsstaðarprestakall, Skaftafellsprófastsdæmi, verði lagt niður við starfslok nú-
verandi sóknarprests. Hofssókn leggist til Kirkjubæjarklaustursprestakalls, Kálfafells-
staðarsókn og Brunnhólssókn leggist til Bjarnarnesprestakalls.
Stofnað verði 50% embætti héraðsprests með aðsetri á Höfn. Biskup Íslands og kirkju-
stjórnin leggi til hálft stöðugildi.
b)
1) Holtsprestakall, Rangárvallaprófastsdæmi, leggist niður við starfslok núverandi
sóknarprests. Eyvindarhóla-, Ásólfsskála- og Stóra- Dalssókn leggist til Víkurprestakalls,
Kross- og Akureyjarsóknir leggist til Breiðabólsstaðarprestakalls eða
2) Holtsprestakall, Rangárvallaprófastsdæmi, leggist niður við starfslok núverandi
sóknarprests. Eyvindarhóla- og Ásólfsskálasóknir og Stóra- Dalssókn leggist til Breiða-
bólsstaðarprestakalls, Kross- og Akureyjarsóknir leggist til Oddaprestakalls.
c)
Hraungerðis- og Selfossprestaköll sameinist í eitt prestakall með tveimur prestum.