Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 86

Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 86
 86 15. mál - Þingsályktun um breytta skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma Flutt af biskupi Íslands Frsm. Sigurður Sigurðarson Kirkjuþing 2008 samþykkir að á árinu 2009 verði eftirtaldar tillögur að breyttri skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma kynntar þeim sóknum, prestum og héraðsfundum sem í hlut eiga og þeim gefinn kostur á að veita umsögn um þær. Að fengnum umsögnum ákveði biskupafundur hvort – og þá hvaða tillögur verði lagðar fyrir Kirkjuþing 2009. a) 1) Kálfafellsstaðarprestakall, Skaftafellsprófastsdæmi, verði lagt niður við starfslok núverandi sóknarprests. Hofssókn leggist til Kirkjubæjarklaustursprestakalls, Kálfa- fellsstaðarsókn og Brunnhólssókn leggist til Bjarnarnesprestakalls, eða 2) Kálfafellsstaðarprestakall, Skaftafellsprófastsdæmi, verði lagt niður við starfslok nú- verandi sóknarprests. Hofssókn leggist til Kirkjubæjarklaustursprestakalls, Kálfafells- staðarsókn og Brunnhólssókn leggist til Bjarnarnesprestakalls. Stofnað verði 50% embætti héraðsprests með aðsetri á Höfn. Biskup Íslands og kirkju- stjórnin leggi til hálft stöðugildi. b) 1) Holtsprestakall, Rangárvallaprófastsdæmi, leggist niður við starfslok núverandi sóknarprests. Eyvindarhóla-, Ásólfsskála- og Stóra- Dalssókn leggist til Víkurprestakalls, Kross- og Akureyjarsóknir leggist til Breiðabólsstaðarprestakalls eða 2) Holtsprestakall, Rangárvallaprófastsdæmi, leggist niður við starfslok núverandi sóknarprests. Eyvindarhóla- og Ásólfsskálasóknir og Stóra- Dalssókn leggist til Breiða- bólsstaðarprestakalls, Kross- og Akureyjarsóknir leggist til Oddaprestakalls. c) Hraungerðis- og Selfossprestaköll sameinist í eitt prestakall með tveimur prestum.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.