Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 8

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 8
 8 Ávarp forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar Virðulegu biskupar, Ráðherra, Kirkjuþing, fulltrúar og gestir. Þegar Kirkjuþing kemur saman í fimmtugasta sinn og Kirkjuráð minnist merkra tímamóta er hugur þjóðarinnar að mestu bundinn við atburðarás á vettvangi viðskiptalífs, hin sögulegu þáttaskil sem orðið hafa í fjármálakerfi Vesturlanda og að nokkru veraldarinnar, hamfarir sem herða nú að lífskjörum og efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga. Á slíkum umbrotatímum er hollt að varðveita boðskapinn sem kirkjan hefur um aldir flutt í byggðum landsins, siðalögmál sem verið hefur leiðarvísir þjóðarinnar. Kristin trú hefur verið kjölfesta í sjálfsmynd Íslendinga, vegferð okkar samofin fagnaðar- erindinu, áherslunni á samhjálp hina minnstu bræðra. Morgunbæn bóndans á bæjarhlaði, blessunarorð við fermingu og skírn í fátæklegri sveitakirkju, húskveðja á nöprum degi – allt gaf þetta Íslendingum kjark til að takast á við erfiðleika, hafa trú á framtíðinni, fyllast orku þegar hjallinn var hár. Kirkjan, ýmist voldug og sterk, eða í vörn, jafnvel veikri stöðu, hefur verið samtvinnuð örlögum Íslands, aldarspegill á hverri tíð, skjól og huggun, hátíðarhús og gleðigjafi. Fyrir okkur sem vorum svo lánsöm að alast upp í vestfirsku sjávarplássi, við undirleik brimsins sem barði bryggjur, samræður við karla í beituskúrum og biðina eftir að sjómennirnir kæmu heilir heim var frásögn Biblíunnar um frelsarann og fiskimennina nánast eins og saga úr næsta plássi. Vestfirskur veruleiki kallaðist á við lífsgöngu lærisveina enda hafa Íslendingar í þúsund ár túlkað líf sitt og tilveru með vísan í dæmisögur Biblíunnar. Örlög sjómanna og bænda, lífsbaráttan á löngum vetrum og frostköldum vorum, fórnir sem snertu hjartarætur fjölskyldnanna, óvissan og örvæntingin; allt átti það rætur í garði trúar og vonar, knappri frásögn guðspjallanna. Samtvinnun fagnaðarerindis og lífsreynslu landsmanna hefur gert kristnina svo samofna íslenskri menningu og þjóðarvitund að saga þjóðarinnar og saga kirkjunnar eru tvær máttugar greinar á sama meiði. Við gleymum því oft í erli dagsins að trúin og kristið líferni eru ekki aðeins bundin helgistundum heldur eiga þau að vera samofin verkum og breytni, mælikvarði á göfugt og gott, geyma ögrun sem öllu er æðri: vilja okkar til að fórna og fyrirgefa í annarra þágu. Umburðarlyndi kristinnar trúar á ef til vill meira erindi til okkar nú en oftast áður því hraði breytinganna og miskunnarleysi kapphlaupsins á markaðstorgum og í sölum valdsins hefur gert okkur dómhörð, jafnvel svipt í burtu tillitsemi sem áður var aðal okkar Íslendinga. Að undanförnu höfum við lifað tíma óhófs og allsnægta; auður og efni aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.