Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 3

Gerðir kirkjuþings - 2008, Blaðsíða 3
 3 Ávarp biskups Íslands, Karls Sigurbjörnssonar Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson; forsætisráðherra, Geir Haarde og frú; dóms- og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason; forseti alþingis; Sturla Böðvarsson, þingfulltrúar og allir góðir gestir. Verið öll velkomin til hátíðarfundar Kirkjuþings þegar minnst er hálfrar aldar afmælis Kirkjuþings og 75 ára afmælis Kirkjuráðs. Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar kom fyrst saman 18. október 1958. Rúmum aldar- fjórðungi fyrr, 11. október 1932, hafði Kirkjuráð tekið til starfa. Þess er einnig minnst í dag að í ár eru tíu ár liðin síðan núgildandi lög tóku gildi sem skilgreina Þjóðkirkjuna sem frjálst, sjálfstætt trúfélag og Kirkjuþing sem æðsta vald í málefnum hennar. Svo hér er margs að minnast og þakka er við staðnæmumst við þessar mikilvægu vörður á vegi Þjóðkirkjunnar til aukins frelsis og sjálfræðis og ábyrgðar. Nærvera æðstu leiðtoga þjóðarinnar minnir á mikilvægi þessara tímamóta og á þau traustu bönd sem eru milli þjóðar og kirkju. Það er þakkarefni. Nærvera fulltrúa erlendra systurkirkna minnir á samfélag okkar innan almennrar kirkju og dýrmætt og mikilvægt vinarþel. Við þökkum það. Við þökkum þeim sem leiddu kirkjuna, mörkuðu brautina og vörðuðu þennan veg. Við þökkum þeim sem fyrr og síðar hafa gegnt þeim trúnaði fyrir hönd kirkjunnar að sitja Kirkjuþing og ráða þar málum hennar og marka henni stefnu. Við þökkum farsæla samleið ríkis og kirkju og þjóðar og kirkju að mótun menningar og siðar í þessu landi. Og við treystum vor heit að taka höndum saman, þjóð og kirkja, að hag og heill lands og lýðs á alvörutímum. Við stöndum á tímamótum. Við minnumst leiðtoga og forystumanna kirkjunnar sem horfnir eru frá oss. Tveir þeirra voru í forsæti Kirkjuþings og Kirkjuráðs um árabil og mótuðu svip og starfsemi íslensku kirkjunnar. Herra Bolli Gústavsson, vígslubiskup, lést 27. mars s.l., 72 ára að aldri. Herra Bolli var vígslubiskup á Hólum árin 1991–2002. Hann lét víða til sín taka í félagsstörfum og í lista- og menningarlífi landsmanna, ljóðelskur og listfengur fagurkeri, ritfær og orðhagur, eins og bækur hans, ritgerðir, myndskreytingar og teikningar bera glöggt vitni. Sem vígslubiskup beitti hann sér fyrir byggingu Auðunarstofu á Hólum sem er ein höfuðprýði hins helga staðar. Hann var orðlagður prédikari og framganga hans í helgri þjónustu var jafnan borin uppi af smekkvísi og virðingu. Eftirlifandi eiginkona hans er frú Matthildur Jónsdóttir. Dr. Björn Björnsson, prófessor, andaðist hinn 9. maí s.l., 71 árs að aldri. Hann sat á Kirkjuþingi árin 1990-1994. Fræðimennska dr. Björns og atbeini að málefnum fjölskyldu og félagsmála, lífssiðfræði og umhverfissiðfræði birtist í þingsstörfum hans og hefur auðgað íslenska guðfræði, samfélag og kirkju. Auk kennslu og fræðastarfa átti hann merkan þátt að uppbyggingu félagsvísinda á Íslandi og hins félagslega kerfis í Reykjavík. Um skeið starfaði hann sem fræðslustjóri Biskupsstofu og bar þar ábyrgð á fræðslu og kærleiksþjónustu Þjóðkirkjunnar og átti góðan þátt meðal annars að stefnumörkun safnaðaruppbyggingar, svo og mótun fjölskyldustefnu. Eftirlifandi eiginkona hans er frú Svanhildur Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.