Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 70

Gerðir kirkjuþings - 2008, Side 70
 70 nr. 9/1882 um leysing á sóknarbandi verði felld úr gildi en ákvæði þeirra eru að miklu leyti úrelt orðin. Eðlilegt þykir að setja ákvæði um leysing sóknarbanda í starfsreglur. Með óstaðbundnum söfnuði innan Þjóðkirkjunnar er átt við söfnuð án land- fræðilegra marka sem starfar á sama kenningargrunni og Þjóðkirkjan og tilheyrir henni með samningi eða annarri ráðstöfun sem nánar yrði kveðið á um í starfsreglum. Með þessu er opnað fyrir aðild óstaðbundinna safnaða, s.s. fríkirkjusafnaða eða óháðra safn- aða, líkt og þekkist hjá systurkirkjum á Norðurlöndum. Í 5. mgr. er kveðið á um að Kirkjuþing setji starfsreglur um samráðsvettvang leik- manna. Í 58. gr. núgildandi laga er ákvæði um leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar. Meiri- hluti Kirkjuþings er skipaður leikmönnum og rétt þykir að það sé undir þinginu sjálfu komið á hverjum tíma hvernig hagað verði aðkomu leikmanna að starfi Þjóðkirkjunnar að öðru leyti, hvort heldur er með leikmannastefnu, Kirkjuþingi ungs fólks eða samstarfs- vettvangi sóknarnefnda eða héraðsnefnda. Um 30. gr. Ákvæði 1. mgr. er efnislega samhljóða 1. mgr. 53. gr. núgildandi laga. Þó er því bætt við að sóknarnefnd sé kjörin af aðalsafnaðarfundi en slíkt ákvæði er ekki að finna í lögunum. Ákvæði 2. mgr. er efnislega samhljóða 1. mgr. 54. gr. núgildandi laga. Ákvæði 3. mgr. er samhljóða 2. mgr. 54. gr. núgildandi laga. Í 4. mgr. er mælt fyrir um að Kirkjuþing setji setji nánari ákvæði í starfsreglur um stöðu, starf, starfshætti og samvinnu sóknarnefnda, kosningu og fjölda sóknarnefnda- manna og um sameiginlegt fjárhald sókna. Af samvinnu sókna eða sameiginlegu fjárhaldi þeirra getur hlotist umtalsvert hagræði og verksparnaður, einkum í hinum fámennari sóknum. Um kjör og fjölda sóknarnefndarmanna er nú mælt í 2. – 4. mgr. 53. gr. laga nr. 78/1997. Í 5. mgr. er Kirkjuþingi ætlað að setja starfsreglur um stöðu og störf starfsmanna sókna, sbr. 57. gr. núgildandi laga, en ekki þykir ástæða til að tilgreina organista sérstaklega svo sem nú er gert. Samkvæmt 6. mgr. skal Kirkjuþing setja starfsreglur um afnot af kirkju og safnaðarheimili eins og nú er mælt fyrir um í 3. málslið 1. mgr. 54. gr. laganna. Um 31. gr. Um aðalsafnaðarfundi er kveðið á í 52. gr. núgildandi laga. Ákvæðið er einfaldað til muna og Kirkjuþingi látið eftir að setja starfsreglur um safnaðarfundi og safnaðarfulltrúa sem 56. gr. laganna mælir fyrir um. Að öðru leyti þarfnast greinin ekki skýringar. Um 32. gr. Um héraðsfundi og héraðsnefndir er kveðið á í 31. og 32. gr. núgildandi laga. Ákvæðin eru einfölduð til muna og Kirkjuþingi látið eftir að setja starfsreglur um héraðsfundi, héraðssjóði og héraðsnefndir. Að öðru leyti þarfnast greinin ekki skýringar. Um 33. gr. Ákvæði 1. mgr. er efnislega samhljóða 33. gr. núgildandi laga. Áhersla er lögð á sjálfstæði prests gagnvart aðilum er hann starfar hjá en heyra ekki undir Þjóðkirkjuna, svo sem sjúkrahúsum og fangelsum. Í kirkjulegum efnum lýtur presturinn þannig einvörð-

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.