Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 56

Gerðir kirkjuþings - 2008, Qupperneq 56
 56 Kirkjuþing setur nánari ákvæði um héraðsfundi, héraðssjóði og héraðsnefndir í starfsreglur. VI. kafli. Prestar, prófastar og djáknar. 33. gr. Þjónandi prestur Þjóðkirkjunnar er hver sá sem á grundvelli köllunar og vígslu gegnir föstu prestsembætti í Þjóðkirkjunni eða starfar á vegum stofnunar eða félagasamtaka með samþykki biskups Íslands. Hann lýtur tilsjón kirkjulegra stjórnvalda í kirkjulegum efnum. 34. gr. Í hverju prestakalli skal vera einn sóknarprestur. Sóknarprestur er hirðir safnaðar og gegnir prests- og predikunarembætti samkvæmt vígslubréfi og eftir því sem reglur og venjur segja til um. Heimilt er, með samþykki Kirkjuþings, að skipa fleiri presta en einn í prestakalli en þeir skipta þá með sér verkum undir forystu sóknarprests. Biskup Íslands getur, að fengnu samþykki Kirkjuþings, ákveðið að í prófastsdæmum starfi héraðsprestar. Biskup Íslands getur jafnframt, að fengnu samþykki Kirkjuþings, ákveðið að ráða sérþjónustupresta og presta til að starfa meðal Íslendinga erlendis. Prestar í föstu prestsembætti í Þjóðkirkjunni skulu fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna samkvæmt reglum sem Kirkjuþing setur. Biskup Íslands leggur sóknarprestum til löggiltar embættisbækur, svo og eyðublöð undir lögboðnar skýrslur og embættisvottorð. Kirkjuþing setur gjaldskrá um aukaverk presta. Kirkjuþing setur nánari ákvæði í starfsreglur um störf og starfsskyldur presta og verkaskipti þeirra í milli. 35. gr. Almenn skilyrði til skipunar, setningar eða ráðningar í prestsembætti eða prestsstarf eru þessi: 1. Embættis- eða mag. theol. próf í guðfræði frá guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands eða annað sambærilegt próf. Biskup Íslands getur leitað umsagnar Háskóla Íslands um slík próf. 2. Að kandídat hafi ekki gerst sekur um athæfi sem ætla má að rýri álit hans og sé ósam- boðið manni í prestsstarfi. 3. Að kandídat fullnægi að öðru leyti almennum skilyrðum 6. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. 4. Að kandídat hafi hlotið starfsþjálfun og annan undirbúning samkvæmt nánari ákvæðum í starfsreglum frá Kirkjuþingi. 36. gr. Þegar prestakall eða prestsembætti losnar eða nýtt prestakall er stofnað auglýsir biskup Íslands embættið með þriggja vikna umsóknarfresti hið skemmsta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.