Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 55

Gerðir kirkjuþings - 2008, Síða 55
 55 leysa úr málinu skal forseti Kirkjuþings kveðja einhvern sem kjörgengur er til biskupsembættis til að sinna því, sbr. 20. gr. V. kafli. Sóknir, prestaköll, prófastsdæmi og kirkjustjórn í héraði. 28. gr. Kirkjusókn er grunneining Þjóðkirkjunnar og starfsvettvangur hennar á hverjum stað. Ein eða fleiri kirkjusóknir mynda prestakall. 29. gr. Kirkjusókn er sjálfstæð fjárhagsleg og félagsleg eining þjóðkirkjufólks sem býr innan sóknarmarka og tengist hún öðrum sóknum eftir því sem fyrir er mælt í starfsreglum frá Kirkjuþingi. Sóknarmenn eru allir þeir sem lögheimili eiga í sókn miðað við 1. desember næstliðinn, hafa hlotið skírn og eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Sóknarmenn eiga rétt á kirkjulegri þjónustu í sókn sinni og bera sameiginlega skyldur eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum eða starfsreglum frá Kirkjuþingi. Kirkjuþing setur starfsreglur um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma, um leysing á sóknarbandi og um aðkomu óstaðbundinna safnaða að Þjóðkirkjunni. Kirkjuþing setur starfsreglur um samráðsvettvang leikmanna. 30. gr. Í hverri kirkjusókn Þjóðkirkjunnar er sóknarnefnd, kjörin af aðalsafnaðarfundi, sem annast rekstur og framkvæmdir á vegum sóknarinnar og styður kirkjulega þjónustu í sókninni ásamt sóknarpresti og starfsmönnum sóknarinnar. Sóknarnefnd er ásamt sóknarpresti í fyrirsvari fyrir sóknina gagnvart stjórnvöldum og einstökum mönnum og stofnunum. Hún hefur umsjón með kirkju safnaðarins og safnaðarheimili. Sóknarnefnd skal gæta réttinda kirkju og gera prófasti viðvart ef út af bregður. Kirkjuþing setur nánari ákvæði í starfsreglur um stöðu, starf, starfshætti og samvinnu sóknarnefnda, kosningu og fjölda sóknarnefndarmanna og um sameiginlegt fjárhald sókna. Kirkjuþing setur starfsreglur um stöðu og störf starfsmanna sókna. Kirkjuþing setur starfsreglur um afnot af kirkju og safnaðarheimili. 31. gr. Aðalsafnaðarfund skal halda í hverri sókn einu sinni á ári. Þar skulu rædd málefni sóknarinnar og þau mál önnur sem undir hann ber samkvæmt lögum eða starfsreglum og með einstökum erindum. Kirkjuþing setur nánari ákvæði um safnaðarfundi og safnaðarfulltrúa í starfsreglur. 32. gr. Héraðsfundi skal halda í hverju prófastsdæmi ár hvert. Héraðsfundur er vettvangur prófastsdæmis til að ræða um sameiginleg málefni kirkjunnar í umdæminu. Héraðsnefnd prófastsdæmis er framkvæmdanefnd héraðsfundar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.