Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 11
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17
9
„Engin er rós án þyrna“:
Hlutverk, reglur og verkfæri
í þróun rannsókna
M. Allyson Macdonald
Kennaraháskóla Islands
Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember 2003
á vegum Félags um menntarannsóknir
Menntarannsóknir á íslandi standa á tímamótum. Nýlokið er yfirfærslu þriggja skóla á háskólastig,
rannsóknartengt framhaldsnám á meistarastigi hefur slitið bamsskónum, unnið er að mótun
doktorsnáms, úttekt á menntarannsóknum á vegum Rannís og menntamálaráðuneytis er hafin
og í fyrra var stofnað Félag um menntarannsóknir. Hvemig eru rannsakendur í stakk búnir að
fást við rannsóknir? Þróun rannsókna við Kennaraháskóla íslands sl. fimm ár er hér skoðuð sem
tilvik og athafnakenningunni er beitt til að greina þróunina. Sérstaklega em skoðuð þau hlutverk
sem háskólakennarar þurfa að sinna, beiting matsreglna sem eru notaðar til að meta starf kennara
og þau verkfæri sem em í notkun við gerð rannsókna. Gagnvirk tengsl eru milli þáttanna og
Ijóst er að þær ákvarðanir sem nú eru teknar geta haft afgerandi áhrif á stöðu rannsókna við
Kennaraháskólann í framtíðinni. Til að stykrja gerð rannsókna enn frekar er þörf á að íhuga betur
vinnuskyldu kennara og stefnumótun í kennslu, beitingu matsreglna, val á rannsóknaraðferðum
og hönnun rannsókna.
Við stöndum á tímamótum í menntarann-
sóknum á íslandi. Aldrei fyrr hafa jafn margir
sérfræðingar sinnt rannsóknum á því sviði hér.
Rannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám
eru óaðskiljanlegur hluti af starfsemi þriggja
háskóla. Úttekt á rannsóknum í fræðslu-
og menntamálum er haftn og verður vefur
úttektarinnar opnaður seinna í dag. I fyrra var
Félag um menntarannsóknir stofnað og í dag er
í félaginu fjöldi manns.
En við stöndum ekki einungis á tímamótum
í menntarannsóknum. Nýir straumar eru á
ferð í rannsóknum almennt. í vor tóku gildi
þrenn ný lög um rannsóknir og nýsköpun.
í framhaldi af því var stofnað vfsinda- og
tækniráð sem í sumar og haust hefur unnið
að stefnumótun í vísinda- og tæknimálum
á íslandi. Stefnumótun og framkvæmd í
vísindamálum hefur verið aðskilin og hefur
Rannsóknarmiðstöð íslands verið falið
þjónustuhlutverk. Umhverfi vísindamanna
í háskólum og rannsóknarstofnunum er að
breytast og það er mikilvægt fyrir okkur að
greina og skilja þessar breytingar.
I dag mun ég túlka ýmislegt sem hefur
gerst og er að gerast á þessu sviði með það
fyrir augum að skilja betur eðli breytinganna
og kanna nánar hvað þær hafa í för með
sér. Ég byrjaði á þessari vinnu með því að
leita eftir skilgreiningu á rannsóknarmenningu
sem gæti verið grunnurinn að mótun rann-
sóknarspumingar. En í mikilli tiltekt í sumar
rakst ég á grein eftir Ratner (2000) sem ég hafði
prentað út árið 2000, og fann þar strax samsvör-
un við hugmyndir sem við Þuríður Jóhannsdóttir
höfum verið að vinna að í rannsóknum okkar
í NámUST verkefninu. Ratner skrifaði fyrir
sálfræðinga sem hafa sérhæft sig í að skoða
og bera saman mismunandi menningu (e.
cross-cultural psychologists) og setti fram þá
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur. 2004