Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 12
10
hugmynd að hægt væri að skilgreina menn-
ingu með hliðsjón af athafnakenningunni eða
kenningunni um eðli starfsemi (e. activity
theory). Kenningin byggist á hugmyndum
um athafnir (e. activity) sem Leontev setti
fram árið 1978 og hafa verið útfærðar síðan
á ýmsa vegu, t.d. af Engeström, Miettinen og
Punamaki (1999).
Markmið mitt í dag er tvennskonar: að veita
smá innsýn í athafnakenninguna og að skoða
nokkur atriði í þróun menntarannsókna í ljósi
athafnakenningarinnar.
Ég mun lýsa meginatriðum athafnakenning-
arinnar og nokkrum grundvallarhugmyndum
sem hún byggir á. Því næst mun ég leitast
við að beita kenningunni á starfsemi við
Kennaraháskólann en jafnframt með því að
leita dæma annars staðar. Ég mun sérstaklega
reyna að draga fram nokkur atriði sem fela
í sér möguleika til þróunar og sem eru til
þess fallin að stuðla að auknum skilningi
og úrbótum í því kerfi sem við búum við.
Við Þuríður Jóhannsdóttir teljum að það sé
orðið tímabært að kynna þessa kenningu nánar
fyrir félögum okkar og ég þakka Þuríði fyrir
krefjandi og gefandi umræður á vinnustað
okkar um þetta mál.
Fræðilegur bakgrunnur:
athafnakenningin
Athafnakenningin er ekki aðferð, heldur
heimspekilegur rammi. Hún gerir okkur kleift
að skoða athafnir sem þróun í gegnum ein-
staklinginn sem geranda, og í gegnum samfélag
þar sem gildismat er að breytast. Kenningin er
notuð til að skoða þróun eða möguleika til
umbreytinga sem kerfið felur í sér.
Einn þekktasti fræðimaður sem komið hefur
að þróun kenningarinnar er Yrjö Engeström sem
mun koma hingað í mars sem einn aðalfyrirlesari
á NERA-ráðstefnunni. Engeström hefur beitt
kenningunni á ýmis athafnakerfi m.a. á þróun
í heilbrigðiskerfum. I háskólanum í Helsinki
er rekin rannsóknarstofnun sem stendur fyrir
rannsóknum þar sem athafnakenningunni er
beitt.
Undirstaða athafnakenningarinnar eru hug-
myndirþarsemmannlegarathafnireruskoðaðar
í félagslegu, menningarlegu og sögulegu ljósi
(e. socio-cultural og socio-historical context).
Samvirkni athafna manna og vitundar þeirra
er skoðuð í tilteknu samhengi, þ.e.a.s. athafnir
byg^jast á mannlegum samskiptum við um-
heiminn og í þeim meðvituðu athöfnum sem
eru hluti af þeim samskiptum.
Kenningin hefur verið notuð í ólíkum
tilvikum t.d. til að rannsaka nám sem fer fram
í vettvangsnámi kennaranema (Edwards and
Protheroe, 2003), til að hanna námsumhverfi
í anda hugsmíðahygjyu (Jonassen og Rohrer-
Murphy, 1999), til að meta tölvukerfi til að
halda utan um þekkingu fyrirtækis (Kim,
Chaudhury og Rao, 2002), til að skoða
fullorðinsfræðslu í Kanada (Livingstone,
2001) og til að greina og meta námskeið í
stjörnufræði þar sem sýndarveruleika var beitt
(Barab o.fl., 1999).
I athafnakenninginni er athafnakerfum
skipt í sex efnisþætti sem miða að tilteknum
afrakstri sem koma fram hér fyrst á ensku (sjá
1. mynd) - subject eða actor, object eða task,
community, mediating tools, rules og roles eða
division oflabour.
Kerfið í heild hefur tilgang, sem er að það
eigi að leiða til afurðar (e. outcome). Auk
þess er hvert kerfi bundið sínu umhverfi (e.
context). Myndræn tengsl milli efnisþátta eru
oftast sett fram í nokkrum þríhymingum sem
er táknrænt fyrir athafnakenningu og fer það
eftir rannsóknum hvaða þættir eru í forgrunni.
Við skoðum nokkur dæmi. Hægt er að
leggja áherslu á efri þríhyrninginn til að lýsa
starfsemi, þ.e.a.s. geranda, verkfæri og viðfang
(sjá t.d. Jonassen og Rohrer-Murphy, 1999:62).
Gerendur (e. subjects or actors) nota verkfæri
(e. mediating tools) til að beita á viðfangið (e.
objects). Verkfærin geta verið hlutbundin eins
og tölvur eða vélar eða óhlutbundin á borð við
hugtök, líkön eða aðferðir sem nýtast til að
auðvelda framkvæmd athafnar en jafnframt
breyta verkfæri viðfanginu eða hafa áhrif
á það. Athyglisvert er að skoða nánar það
samfélag sem athafnir fara fram í, en um það
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004