Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 22
20
Upplýsingatækni í
námi og kennslu
Með aukinni notkun tölva og fjarskipta í þágu
menntunar, hafa ýmis hugbúnaðarkerfi verið
þróuð til að hjálpa nemendum og kennurum. I
þessum kafla munum við kynna helstu tegundir
kerfa, ásamt markmiðum þeirra. Hvatinn að
gerð margra kerfanna er fjarnám/dreifnám en
reyndin hefur verið sú að þau eru einnig notuð
til að styðja staðarnám.
Námsstjórnunarkerfi
Markmið námsstjórnunarkerfa (e. Leaming
management systems) er að geyma og birta
þau gögn sem kennari vill koma á framfæri
við nemendur. Þau geta verið námsskrá,
kennsluáætlun, námsefni og námsmat. Eitt
meginhlutverk námsstjórnunarkerfa er að gefa
nemendum yfirlit yfir stöðu námskeiðs hverju
sinni, þ.e. hve mikið af námsmarkmiðunum
hefur náðst og/eða kennarinn veitt.
Kennari getur sent nemendum tilkynningar
og nemendur geta líka haft samskipti rafrænt
við kennara eða sín á milli. Samskiptin geta
verið á textasniði, með hljóði eingöngu eða
með mynd og hljóði.
Hvert námskeið inniheldur lýsingu á
markmiði, forkröfum, námsmati, einingafjölda
og hvar námsefnið fellur í heildarnámsskrá
svo eitthvað sé nefnt. Þessi gögn eru svokölluð
lýsigögn. Líta má á að námsstjórnunarkerfi
tengist við önnur kerfi, sem lýst er síðar í
kaflanum, því að námsstjórnunarkerfi fá (og
veita) upplýsingar frá þeim kerfum.
í mörgum námsstjórnunarkerfum og
vefsetrum geta kennarar fylgst með aðgangi
og notkun nemenda á efni.
Nemendaskráningarkerfi
Markmið nemendaskráningarkerfa (e. Student
management systems) er að geyma námsferla
og námsáætlanir nemenda.
Nemendaskráningarkerfí leyfír nemendum
að skrá sig í námskeið eða skrá námsmarkmið
sín, jafnframt því að leyfa kennara að skrá
niðurstöður námsmats að námskeiðum loknum.
Þannig geyma nemendaskráningarkerfi upp-
lýsingar um hvað nemandi hefur lært og
hverjar áætlanir hans eru um nám í nánustu
framtíð.
Höfundarkerfi
Þriðji flokkur kerfa er ætlaður til að búa til
námsefnið sjálft. Margir nota glærur sem eru
búnar til í þar til gerðum forritum, en aðrir nota
textaskjöl og stiklutextaskjöl (e. hypertext).
Afurðir úr þessum höfundarkerfum geta líka
verið myndbönd, hljóðupptökur, kyrrmyndir
og fyrirlestrar sem eru birtir eftir þörfum eða
um leið og þeir eru fluttir af kennara. Mörg
hugbúnaðarkerfi eru til að þjálfa nemendur eða
miðla þeim ákveðinni þekkingu. Þau eru gerð í
höfundarkerfum sem hjálpa kennurum við gerð
margmiðlunarefnis. Önnur kerfi eru hins vegar
sérsmíðuð og eru ætluð til kennslu á sérstöku
efni svo sem stærðfræði eða eðlisfræði.
Flokkur kerfa hjálpar til við að útbúa og
framkvæma námsmat. Krossaspumingar, próf
og verkefni eru tæki til námsmats og kerfin
styðja kennara við að búa til námsmatið og
flytja það svo til nemenda til að spreyta sig á.
Samskiptaumhverfi
Við kjósum að setja þau kerfi í sérstakan flokk
sem leyfa samskipti milli fólks, í okkar tilviki
samskipti milli kennara og nemenda, milli
nemenda eða jafnvel milli kennara. í einfaldri
mynd eru samskiptin um tölvupóst en geta
verið um spjallrásir, samtíma spjallrásir eða
með fjarfundum. Samskiptaumhverfi er einnig
hægt að nota til kennslu eða verkefnavinnu og
er þá ýmist flutt hljóð eingöngu eða bæði hljóð
og mynd. Flest þessara kerfa gefa færi á að
sýna gagnaskrár og uppfæra þær samtímis.
Aður fyrr einblíndu hönnuðir og notendur
á að miðlægur gagnagrunnur tengdi kerfin
saman. Netið hefur tekið við þessu hlutverki
og leyfir okkur að deila gögnum eins og
námsferlum, milli einstakra tegunda kerfa og
þannig deila þeim milli háskóla.
Leit að námsefni
Ýmiss konar leit að námsefni gagnast bæði
kennurum og nemendum. Vefurinn er helsti
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004