Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Qupperneq 23
21
brunnurinn fyrir leit og eru til þess notaðar
almennar leitarvélar en einnig geta nemendur
leitað í sérútbúnum söfnum eins og rafrænum
bóka- eða tímaritasöfnum. I raun er ótakmarkað
hvers konar efnis er hægt að leita og nemendur
geta t.d. leitað að listaverkum á sviði tónlistar
og myndlistar. Líta má á námsefnismiðlara
eða námsefnisþjóna, líkt og þeim sem er lýst í
næsta kafla, sem tól sem gerir leit að námsefni
öflugri.
Jafningjanet
Margir háskólar hafa tekið í notkun hugbúnað
til að stjórna dreifingu námsefnis til nemenda
og til að eiga samskipti við þá, bæði í
fjarnámi og staðbundnu námi. Hugmyndin
með EducaNext hugbúnaðinum var að búa
til vettvang sem myndi auðvelda kennurum í
háskólum að skiptast á náms- og kennsluefni.
Til dæmis gæti jarðfræðikennari í Þýskalandi
fengið aðgang að úrvals námsefni frá jarð-
fræðikennara á íslandi. Efni þetta gæti haft
verðmiða eða einhverjar aðrar kvaðir, en væri
aðgengilegt fyrir kennarann og nemendurna í
Þýskalandi á einfaldan hátt. Efnið gæti verið
fyrirlestur, gagnvirkir fyrirlestrar í rauntíma,
eða kennslubók á rafrænu formi, próf eða hvað
annað sem unnt er að miðla á rafrænu formi.
Kennarinn í Þýskalandi myndi nýta þetta efni
í sinni kennslu en nemendumir væru ekki
nemendur Háskóla íslands, heldur háskólans
í Þýskalandi. Upphaflega var vonast til að
heilu skólarnir væru þátttakendur í þessari
samvinnu en niðurstöður benda fremur til
þess að kennarar myndi með sér samfélög.
Skólar eða deildir þeirra eru ekki aðilar að
samfélögunum heldur einstakir kennarar.
Varð þessi niðurstaða til þess að umgjörð
þjónustunnar sem EducaNext hugbúnaðurinn
veitir breyttist og varð samfélagsdrifin.
Þannig er markmið EducaNext að þjóna
þeim einstaklingum í háskólasamfélaginu sem
markvisst vinna að því að auka gæði þess
náms sem boðið er upp á ásamt því að styðja
við rannsóknir með auknum samskiptum við
háskóla í Evrópu. Ljóst er að mörg kerfi bjóða
svipaða þjónustu og EducaNext og því skapast
þörf á að leita í mörgum slíkum kerfum
samtímis. Ef við líkjum EducaNext miðlara
við hefðbundna leitarvél eins og Google þá
var hugmyndin að búa til kerfi sem leitaði
með aðstoð margra slíkra leitarvéla. Eins
og áður sagði, er uppbygging EducaNext
þannig að kerfið er miðlari (sbr. fasteigna-
eða hlutabréfamiðlari) sem er milligönguaðili
fyrir þá sem vilja skiptast á námsefni.
Námsstjórnunarkerfi (svo sem CIix, ULI,
Ariadne og European Schoolnet) tengjast við
EducaNext um kerfisviðmót sem nefnist UBP
(Universal Brokerage Platform). Þar sem slfkt
kerfi er viðamikið hentar ekki að byggja það
þannig upp að notandi tengist við miðlægan
þjón sem sækir svör við spurningum til margra
miðlara; slíkt myndi hamla afköstum kerfisins
því þjónninn gæti orðið flöskuháls ef mjög
margar fyrirspurnir eru sendar samtímis.
í hönnuninni á Snjöllu námsveri, var
ákveðið að láta reyna á högun á dreifða kerfinu
sem kallast jafningjahögun eða jafningjanet
(e. peer-to-peer) og nota til þess Edutella
hugbúnaðinn sem er í flokki svonefnds frjáls
hugbúnaðar, þ.e.a.s. allir hafa aðgang að
forritskóðanum. í jafningjaneti er ekki einn
þjónn sem svarar beiðnum frá öðrum, heldur
ríkir jafningjasamband á milli allra. í jafningja-
neti er fyrirspurn send samtímis til margra
hnúta, þ.e. námsefnismiðlara, á santa tíma og
þeir senda svör til baka til þjónustubeiðandans
sem framreiðir þær fyrir notandann. 1. mynd
lýsirþvíhvemig mismunandi námsstjórnarkerfi
geta ýmist tengst beint ákveðnum miðlara
(í þessu tilfelli UBP) eða jafningjaneti
(Edutella). Verið er að vinna að þessari
uppsetningu innan ELENA verkefnisins og
fyrirspurnir til námsefnismiðlaranna eða
námsstjómunarkerfanna fara í gegnum ákveðið
viðmót sem heitir SQI Interface (Simple Query
Interface).
Jafningjanet hafa mikið verið notuð til að
miðla tónlist, en mun erfiðara er að leita
að og miðla námsefni. Astæðan er sú að
lýsing á námsefni þarf að vera ítarlegri en á
tónlist. Til að kennari finni námsefni við hæfi
þarf hann að vita nánar um innihald þess og
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004